111246354130005641

Veski hafa mér löngum þótt undarlegir gripir. Til útskýringar máli mínu fylgir saga:
Þegar ég var lítill gaf amma mér þúsundkall og var það minn fyrsti peningur. Þá fyrst var ég orðinn fullgildur þjóðfélagsþegn, handhafi hinnar sterku krónu, gjaldmiðils Íslands. En draumurinn tók skjótt enda þegar amma mín plataði mig til að kaupa mér veski svo ég gæti geymt peninginn minn í því. Þetta þótti mér þjóðráð og fór ég veskiskaupsferðar minnar nær samstundis. En þegar veskið hafði verið keypt uppgötvaði ég að ég átti engan pening til að geyma í veskinu. Aleiga mín hafði farið í veskið og var ég meira en lítið svekktur yfir þessu öllu saman.
Svona fór um sjóferð þá. En hvað sem duttlungum mínum líður þá hyggst ég kaupa mér gott veski að geyma fjár minn í um leið og ég á fjármuni fyrir því.

Nýverið hafa strætisvagnar tekið upp á því að bjóða farþegum sínum upp á ýmiss konar lesefni. Þykir mér það vel til fundið og hefur áhugi minn þegar tekið kippi. Ég uppgötvaði nefnilega bók er ég var á heimleið minni eftir prófið í dag. Sú bók heitir „Crazy“ og fjallar um nemanda í framhaldsskóla er þjáist af einhvers konar sálrænni klemmu. Allur þessi bókapakki er einhver sú besta auglýsing er ég hefi nokkru sinni orðið vitni að og mega bókabúðirnar prísa sig sæla að eiga svona frábæra markaðsstjóra. Til marks um að auglýsingastefna þeirra hafi haft a.m.k. takmarkaðan árangur má þess geta að um leið og ég hef ráð á mun ég kaupa „Crazy,“ og vonandi njóta.

Hefi ég heyrt að nýji diskur Radiohead „Hail to the Thief“ muni koma út hérlendis þann 6. júní á þessu ári. Ég get ekki beðið.

111246349772029938

Þreytti ég próf í dag og efast ég ekki um að það próf verði mér til framdráttar hvað meðaleinkunn varðar. Próf þetta var tölvufræði og þykir mér út í hött hversu langan tíma við fengum til að inna því af hendi. Á mánudaginn er enskupróf. MÚHAHAHA! I laugh in the face of English! Ég held ég eyði mínum dýrmæta tíma frekar í stærðfræði, enda er prófað úr henni á þriðjudaginn og er ég alger aukvisi í þeim fræðum.

Vil ég koma á framfæri þökkum mínum til Silju og Elvu systur hennar fyrir að lána mér tölvufræðibókina sína. Hún kom sér ágætlega.

Ég hef einnig skellt línk á hana Bjarneyju, og ekki seinna vænna.