111246416229981526

Einhverja þá vitlausustu grein sem ég hef lesið las ég á múrnum í dag. Þetta var grein um það hversu asnaleg lögreglan er og það hversu asnalegur hinn árlegi lögregludagur er. Þar er ýmsu haldið fram og ber þar helst að nefna að greinarhöfundur hélt því fram að lögreglan hvetji börn til að dýrka táragas og byssur, að helsta skemmtan lögreglunnar væri að berja drukkna unglinga og að lögreglan væri opinberlega búin að hafna þeirri ímynd vopnaleysis er þeir áður höfðu haft og stæðu nú um allt með alvæpni. Þessi grein er einhver sú verst rökstudda ærumeiðing er ég hef nokkurn tíman séð og vildi ég gjarnan mæta greinarhöfundi í rökræðum. Ég mun seint skilja hvers vegna fólk ber ekki meiri virðingu fyrir lögreglunni en raun ber vitni. Ég man ekki eftir að neinn jafnaldri minn hafi nokkru sinni sagst bera virðingu fyrir lögreglunni en alls staðar heyri ég að lögreglan „misbeiti valdi sínu“, „Séu fífl“ eða að þeir séu blablablablabla. Ég þekki ótal lögreglumenn og ég get alveg fullyrt það að það er alls ekki auðvelt að vera lögga hvorki hér á landi né annarsstaðar. Ég man meira að segja eftir einni frásögninni þar sem fyrrverandi lögreglumaður fullyrti að eftir hverja einustu miðbæjarvakt þurfti hann að hreinsa alla hrákana af jakkanum sínum áður en hann gat sest upp í bíl! Þessi vanvirðing við lögregluna er algjörlega óviðeigandi og ég skal alveg segja ykkur það að í hvert skipti sem einhver segir mér að lögreglan sé ónauðsynleg, fífl eða þvíumlíkt þá er allt álit mitt á þeirri manneskju horfið. Til þess að samfélagið gangi upp þá verður að vera lögregla. Einhver þarf að sinna þessu skítastarfi og fólk ætti að vera þakklátt fyrir það!