111246464841675171

Jah, nú horfir illa við í alþingiskosningunum. Það lítur út fyrir að mínir menn séu að missa eitt þingsæti og Samfylkingin er að sækja í sig veðrið. Annars finnst mér kerfi það sem er beitt í þessum efnum alveg út úr kortinu, en kerfi það er ég tala um felst í því að þó að Samfylkingin fái meira fylgi en Framsókn þá ráði Sjálfstæðisflokkurinn með hvorum flokknum hann myndar stjórn. Þetta finnst mér fáránlegt og þessu ætti að breyta! Kannski verður þetta þó ekki svona. Það er jú ekki nema tæpur helmingur atkvæða kominn í hús þannig að maður situr með fingurna krosslagða. En það er fyllilega augljóst að fólk þarf að hugsa meira um hvað það fær með hverjum flokki. Það að kjósa flokk sem hefur verið við völd síðan á júratímabilinu en hefur ekkert gert fyrir fólkið í landinu sýnir okkur öllum hversu fáránlega vitlaus meðalkjósandinn er. Fyrirgefið að ég skef ekki ofan af þessu en þetta er mín skoðun. Ykkur er velkomið að rífast og skammast í mér í gegnum tölvupóst. Mér er nokk sama og er ég ekki á eitt sáttur við það hvernig til horfir. Lýðræði er víst aðeins fyrir fólk sem veit hvað það vill. Það sem tölurnar segja okkur er það að íslendingar kunna ekki að fara með það.

Annars hvet ég fólk til að brúka línkinn á Sigurð Hólm, en sá maður er drátthagur mjög eins og heimasíða hans ber raun um vitni.

111246460525521153

Verðlaun í boði:
Hefi ég ákveðið að gestur númer 1984 á bloggið mitt muni hljóta samnefnda bók í verðlaun. Ekki aðeins er þetta frábær bók heldur ber hún einnig fæðingarár mitt sem titil og hlýtur því að vera sérstök. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er langt í að svo margir muni hafa heimsótt blogg þetta en engu að síður er þetta ákvörðun mín. Gestur nr. 1984 er beðinn um að senda mér e-mail
á netfangið gefið neðst á síðunni en tek ég það fram að ekkert þýðir að svindla á þessu. Ég get séð það eins og skot hvort viðkomandi fer með rétt mál.

111246455856243039

GULLMOLI GÆRDAGSINS:
Silja: „Æ, Arngrímur minn, þú veist að ég myndi aldrei vilja særa þig með glerbroti!“
Hafið þið áhuga á að vita hvers vegna hún sagði þetta skuluð þið bara spyrja hana 😉 Annars þá vil ég biðja bæði Silju og Sigga afsökunar á því að þau hafi þurft að fara heim fyrir mínar sakir og ég vildi að ég gæti farið aftur í tímann til að breyta því. Sorrí hvað ég var leiðinlegur að vilja fara.

Var ég annars að kjósa í fyrsta skipti í dag. Ákveðnum áfanga er náð og óska ég mínum flokki bara hinu besta fylgi. Það er gott að lesefnið fyrir söguprófið á mánudaginn inniheldur smá pólitík, annars held ég að ég gæti ekki haldið athygli fyrir spennu vegna kosninganna. Ég held ég skelli mér aðeins á Múrinn áður en ég held áfram lestri.