111246940183549726

Dauði og Djöfull:
Vinnan hefst á morgun. Ég hata þessa vinnu. Kannski er það vegna þess að þetta verður sjötta sumarið mitt í röð þar sem ég vinn þarna. Kannski er það af öðrum ástæðum sem hér skulu ekki tilgreindar. Ég hata þessa vinnu.

En djöfull var gaman í gær! Ég er búinn að vera þunnur í allan dag. Þannig er mál með vexti að ég og Alli keyptum okkur bjór og héngum í leikjatölvum í alla nótt. Ég kom heim um klukkan hálftíu í morgun. Það getur verið svo sjúklega skemmtilegt að gerast algjörlega kærulaus og bara skemmta sér. Hápunktur kvöldsins: Micro Machines. Snilldar bílaleikur þar sem maður stýrir leikfangabíl um svona venjuleg heimilisumhverfi (eða óeðlileg). Að sjálfsögðu er ekkert gaman að keyra bara. Það er miklu skemmtilegra að reyna að eyðileggja fyrir hinum =)

Klúður vikunnar:
Fyrir svona tveimur mánuðum keypti ég tölvuleik af ebay, leik sem mig hafði langað í alveg ótrúlega lengi. Þetta er leikurinn Loom frá Lucasarts og þykir hin mesta snilld og er ófáanlegur utan Bandaríkjanna. Ókei, svo fékk ég leikinn í gær. Ég var að deyja úr spennu, reif upp pappírinn og sá mér til hryllings…

…að leikurinn var fyrir Atari (snökt). Þarna var ég stunginn í bakið. Ég meina kommon! Hver á Atari nútildags? ENGINN! Þeir hættu að selja þann hrylling áður en Commodore 64 náðu hápunkti sínum! Ég er ekki sáttur.

Ofurbloggarinn hættur?

Lesendur bloggs þessa hafa vafalaust yppt öxlum í gær og starað í forundran á tölvuskjáinn sinn, hugsandi: Hvar er færslan? Þegar brjálæðingar eins og ég skrifa hátt í þrjár færslur á sólarhring eins og fyrir reglu verður fólki bilt við er færslur vantar fyrir einn dag og gæti fólk dregið þá ályktun að slíkur ofurbloggari hafi lagt upp laupana. Eflaust hafa margir þrýst á F5 hnappinn á lyklaborðinu nokkrum sinnum en án árangurs. Staðreyndin í þessu máli er sú að ég gleymdi að blogga í gær og ég er ekki hættur.

Færsla gærdagsins (sem aldrei kom)
Þegar ég var í strætó á leiðinni í síðasta prófið mitt varð mér ekki um sel þegar inn í strætóinn gengu c.a. sjö hvalir í kvenlíkjum og hlömmuðu sér í sætin alls staðar í kringum mig svo allt lék á reiðiskjálfi. Jafn skyndilega og skepnurnar höfðu birst mér hóf ein þeirra upp raust sína.
Sprímsli* 1: „Bla, bla, bla, bla, alþingishúsið, bla…“
Sprímsli 2: „Ha? Alþingishúsið? Hvar er það?“
Sprímsli 1: „Það er þarna hjá þarna torginu** þarna, þú veist.“
Sprímsli 3: „Svo er líka svona stytta af honum þarna, Jóni Sigurðssyni!“
Sprímsli 4: „Sagði hann ekki þarna mótmælum allir, eitthvað?“
Sprímsli 5: „Jú! Það var í þarna stjórnarráðinu***!“
Sprímsli 4: „Já, þarna hjá Ingólfstorgi****?“
Sprímsli 1: „En, bíddu… ha? Hvenær var þetta?“
Sprímsli 5: „Einhvern tímann sextán-sautjánhundruð og eitthvað*****“

Guð minn almáttugur hvað ég var að deyja úr pirringi inni í þessum strætó.
(*Sprímsli = spikfeitt skrímsli ; **Austurvöllur ; ***MR ; ****Lækjartorgi ; *****1851)

Radiohead quote dagsins:
„I’d happily talk about nothing.“ -Jonny Greenwood, gítarleikari