111246945675277921

Fyrsti vinnudagur:
Þegar ég mætti í vinnuna í morgun var eins og ekkert hefði nokkurn tíma breyst. Það var eins og ég hefði aldrei hætt að vinna. Náttúrulega þegar maður er búinn að vinna svona lengi á sama stað fer þetta að færast yfir í einhverja rútínu. Ég HATA rútínur! Þetta var alveg ótrúlega súr dagur. Tveir hápunktar þó:
(1) Ég hitti Davíð og Dag, vini bróður míns, en þeir voru í starfsnámi á spítalanum. Einhver liður í læknanámi víst.
(2) Ég komst að því að Stebbi vinur minn er að vinna í eldhúsinu á spítalanum. Það verður helvíti fínt að geta skroppið í sígópásur með honum þegar vinnan gerist full leiðinleg.

Dagurinn skánaði að vísu til muna við það að koma heim úr vinnunni. Sturtan skolaði brott jafnt þreytu sem drullu og þvínæst var farið á kaffihús. Nú er sumarið fyrst byrjað =)

Radiohead quote dagsins:
„The others were all brought up to be polite. I wasn’t.“ -Thom Yorke, söngvari og gítarleikari