111246996153310623

Eurovisionkvöld:
Ég er alveg gífurlega þunnur. Ég fór með Alla vini mínum í Eurovisionpartí í gærkvöldi og þar draup smjör (áfengi í þessu tilviki) af hverju strái. Tvær gerðir af bollu voru fáanlegur, svo og bjórkútur. Þar gerðist ýmislegt. Gestgjafinn skaut óopnaða bjórdós með gasbyssu og sprengdi hana (Alli drakk svo úr gatinu) og fór þvínæst í humátt á eftir einum gestinum og gerði ítrekaðar tilraunir til að skjóta hann vegna þess að: (1) Gestgjafinn hafði verið að drekka bjór í gegnum trekt og gesturinn hellti bollu í trektina. (2) Gesturinn hafði migið í heita pottinn. Alli fór inn um vitlausar dyr þegar hann ætlaði á klósettið, datt niður 1/2 meters þröskuld og skallaði hillu. Síðar um kvöldið kom móðir gestgjafans og partíaði með okkur.
Eftir að partíinu hafði slotað fórum við Alli niður í bæ. Við skruppum fyrst á Dillon og ég lenti þar í hörkusamræðum við einhvern vinstri-við-miðjumann sem vildi gera hitt og þetta til að bæta samfélagið. Þegar Dillon átti að fara að loka fórum við á Glaumbar. Það var alveg ágætur staður, fyrir utan það að þegar ég skrapp út á svalir til að fá mér ferskt loft kom einhver kóni og læsti mig úti. Ég brölti því niður og fór heim. Þetta kvöld drakk ég svona milljón glös af bollu, einhverja bjóra (man ekki hve marga), fjögur glös af Hot n’ Sweet (ojbara) og eitt staup af einhverju sem hefði getað verið ferskjusjampó. Ágætis kvöld þetta.

Pæling:
Hvað í skrattanum fær ketti til að brölta 30 hringi um svefnstað sinn áður en þeir fara að sofa?

Radiohead quote dagsins:
„The Bends was many things, but it wasn’t really chirpy, was it? It was more like a darkness lumbering over the horizon with gun turrets strafing the Britpop hordes with misery… er, sorry. Got a bit carried away there.“ -Colin Greenwood, bassaleikari