Alhæfingar

Fólk vill alhæfa að til þess að geta gert eitthvað vel þurfi að hafa reynslu á því sviði sem verkið heyrir undir. Samkvæmt því, þar sem ég hef aldrei dáið, mun ég ábyggilega deyja illa þegar að því kemur. Ég er algjörlega reynslulaus á því sviði.

Annars hef ég nokkuð skemmtilega frásögn að færa. Málið er nefnilega það að vinnan mín samanstendur nær eingöngu af Metallica-fílandi vitleysingum og fyrir nokkrum dögum frumflutti X-ið nýtt Metallica lag. Allir sátu í hnappi, bíðandi eftir að lagið kæmi, og þegar lagið var spilað varð upplitið á þeim óborganlegt. Lagið mætti flokka undir þrjá flokka: Nu-Metal, Rokk og Lagleysu. Lagið hefur þrjár mismunandi „laglínur“ og er engin af þeim í sömu tóntegund og undirleikurinn, að ekki sé minnst á hip-hop-legar bakraddir bassaleikarans hins nýja. Án efa eitt versta lag sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Það ríkti þögn í u.þ.b. 5 mínútur þar til einn þeirra hóp upp raust sína: „Ja, mér fannst það bara vera ágætt.“ Svo leið heillangur tími þar til einhver mælti á ný. Svo eru þeir komnir í afneitun og núna nýlegast í vinnunni sagði einn þeirra að hann væri farinn að fíla lagið í tætlur. Þetta er kjaftæði. Ég mun aldrei nokkurn tíma getað ímyndað mér það að einhver gæti mögulega fílað þetta lag og þó er ég með fjörugt ímyndunarafl.

FOKKING SATAN!

Í öðru hverju lagi sem ég „dánlóda“ af Kazaa má greina bongótrumbuslátt, jafnvel þó svo að hann eigi ekki heima þar, og ef ég „dánlóda“ lagi með bongótrommum fæ ég annað sett af þeim yfir þær upprunalegu! Er virkilega til fólk sem einsetur sér að eyðileggja góð lög með sínum ótaktfasta trumbuslætti og skellir þeim á Kazaa undir lýsingunni „Excellent“, eða er þetta bara að koma fyrir mig?
Ég ásaka Satan um verknað þennan. Satan, þú mátt skammast þín!

Hamstrar eru fyndin dýr, en sumum finnast þeir fallegir. Fyrir þá sem fíla hamstra meira en góðu hófi gegnir er hér línkur þeim til handa.

Ágætis pæling frá leiðinlegum manni:

„We at Scaryduck Labs are pleased to announce the scientific breakthrough that has eluded the world’s greatest brains in the world for centuries – perpetual motion.
Combining the two well-known scientific principles that: a) toast always lands
butter side down, and b) cats always land on their feet, we have found that by gluing a kitten to the back of a slice of buttered toast in the correct alignment, a kitten-toast device will spin around indefinitely to avoid hitting the ground the wrong way up. Furthermore, by arranging several dozen arrays of KittyToast devices in parallel, we can wire them up to the National Grid and supply a small town with free electricity for the foreseeable future.
And the great this is that the basic technology already exists to make this
amazing breakthrough possible. There is already a plentiful supply of kittens volunteering to be glued to toast for the betterment of humankind; and by utilising a combination of existing McDonalds Fruit Pie thermodynamics and advanced ‘Pop Tart’ technology, the toast will have a half life of at least 30,000 years and will never need reheating. We have also devised a simple Mouse Cannon to ensure that the rotating cats can be fed without having to stop the device for unnecessary meal breaks.“

Ef þið hafið áhuga þá getið þið kíkt á bloggið hans hér, en ég vara ykkur við. Flest er þetta alveg hræðilega leiðinlegt.