STÓRTÍÐINDI!

Nýjasti diskur Radiohead, Hail to the Thief, kemur í búðirnar á morgun. Allir aðdáendur Radiohead skuli mæta fyrir utan skífuna á miðnætti (aðfaranótt mánudags) þegar skífan opnar til að kaupa limited edition útgáfu disksins.

Matrix
Í gær fór ég á Matrix Reloaded og ég hef eftirfarandi hluti að segja um hana:
1) Hún kemst hvergi í hálfkvisti við þá fyrri en hún er samt alveg fín
2) Allt of mikið er lagt upp úr hasar og þeim mun minna upp úr söguþræðinum
3) Hún veldur mér vonbrigðum, þó svo að ég hafi ekki búist við miklu. Söguþráðurinn mætti vera betri, bardagaatriðin voru í meðallagi og myndin skilur lítið eftir sig.
4)Stjörnur (af fimm): 3 1/2

Boltinn
Horfði á boltann með bróður mínum. Að sjálfsögðu unnu Íslendingar. Á köflum hélt ég að Færeyingar myndu hafa þetta en glæsilegt lokamark leikjarins dró úr öllum efa. Það er samt augljóst að landslið okkar Íslendinga er í lélegri kantinum. Endurskoða mætti (a) þjálfarann, (b) þjálfunaraðferðir eða (c) tækni. Það sem leikur enginn vafi á er það að endurskoða þarf leikkerfið.