Leiðindi

Til marks um skilningsleysi vinnufélaga minna og meintan ótrúverðugleik minn í starfi hafa þeir ávallt neitað að trúa því að ég geti orðið veikur. Eitt vil ég þeim segja, með von um að þeir lesi, að ég þjáist (já í alvöru!) vissulega af mígreni og það háir mér meir en þeir geta ímyndað sér. Það þykir mér vottur um móral að þeir geti ekki komið sér í skilning um það og hætt að hringja í mig á veikindadögum mínum til þess eins að hrella mig. Ég vona að þeir taki þetta ekki of nærri sér en ég tel þetta vera algert þroskaleysi af þeirra hálfu.

Hvað góðar fréttir varðar þá líður mér aðeins betur en þó gæti mér liðið mun betur.

1984: Vinningshafi framtíðarinnar?

Bibbi heldur því fram að hann hafi ferðast til framtíðarinnar og orðið gestur nr.1984 og sendi mynd því til sönnunar. Ef ske kynni að hann mæli sannleikann munum við komast að því fljótlega því ef hann vann í framtíðinni mun hann líka vinna á rauntíma, þ.e.a.s. þegar að því kemur. En upp komast svik um síðir og efa ég ekki að svo sé tilfelli þessa máls. Hver maður er þó saklaus uns sekt er sönnuð og mun tíminn leysa sannleikann úr læðingi.