Viðurkenningar

Hér hefst nýr liður, en í lok hvers mánaðar skal bloggurum veittar viðurkenningar fyrir ákveðin afrek á ólíkum sviðum.

Bloggari júnímánaðar: Ármann Jakobsson
Framfarabloggari júnímánaðar: Steindór Grétar Jónsson
Eipari júnímánaðar: Atli Freyr Steinþórsson
Lygari júnímánaðar: Birgir Már Daníelsson
Letibloggari júnímánaðar: Elísabet Karlsdóttir

Ef einhver hefur eitthvað um þetta að segja er þeim að sjálfsögðu heimilt að tjá sig. Tæpast mun það þó hafa áhrif á úrslitin. Sé einhver viðurkenningarhandhafi júní mánaðar ekki sáttur skal þeim bent á að gera betur næst. En það er einmitt markmið þessa viðurkenninga. Aftur á móti hef ég ekkert að segja við þá sem eru sáttir. Óska ég þeim til hamingju og mega þeir una við sitt uns dagur arftakanna rennur upp.

111533225402433205

Ítrekun
Vinsamlegast sendið mér e-mail á arngrimurv@hotmail.com með staðfestingu á þátttöku yðvar í smásagnakeppnina ef þið viljið taka þátt. Ah, what’s the use? Það hefur greinilega enginn áhuga á þessu.
Reglubreytingar í smásagnakeppni
Smásögur þurfa að vera a.m.k. þrjár Word síður í leturstærðinni tólf með default línubili. Sérstök leyfi verða þó veitt ef ástæða fyrir því að sögurnar megi ekki vera lengri er ærin.

Ekki er ég á eitt sáttur við það að Shout Outin hennar Elísabetar virki en ekki mín!

Rútínan

Skyldi maður verða hlessa? Þessi nótt virðist ætla að vera jafn fljót að líða og bölvuð helgin! Svona er þetta þegar hrukkurnar fara að koma sér fyrir og maður finnur ellina hellast yfir sig eins og hland úr næturgagni satans. Tíminn fer hreinlega að fara í sandinn! Ekki geri ég grein fyrir dagamun lengur og sjaldnast man ég hvaða dag ég gerði hitt og hvaða dag ég gerði þetta. Allir dagar eru eins. Til forna var þetta ástand talið vera hið versta mögulega helvíti sem hægt væri að hugsa sér. Ekki man ég hvað þeir kölluðu það en ég kalla það rútínu. Rútínan er gersamlega að ganga fram af mér. Við skulum þó sjá til hversu rútínan breytist við útborgun. Þær eiga það til þessar rútínur.