Misery Loves Company

Vissulega orð að sönnu. Ég og Bibbi kíktum á tónleika með hljómsveit sem það nafn bar í kvöld. Við hittumst snemma og tókum að drekka. Hámark drykkju okkar náðist á óskilgreindum tíma en við náðum að mæta á tónleikana rétt svo of seint og misstum því af c.a. fjórum-fimm lögum. Tónleikarnir voru prýðilegir og fyrir tónlistarelskendur fylgir hér sú vitneskja að aðrir tónleikar verða haldnir á morgun á Little Central (eins og í kvöld) sem staðsett er í kjallara Skólabrúar. Möguleiki er á að það sé kr.500 aðgangseyrir en ekki lentum við Bibbi þó í því. Enn fremur skal hér tekið fram að fólk sem ekki fílar Tom Waits mun líklegast ekki fíla tónlistina. Eftir tónleikaför okkar kumpána fórum við í partí hjá Davíð Steini, er áður hefir verið talað um á þessu bloggi. Þar hittum vér Alla og Sigga. Stemningin var alveg niðri enda er gestgjafinn eins konar partí-nasisti. Sem dæmi má taka það að ef hann er ekki faðmaður eða viðurkenndur af fólki hlýtur viðkomandi fólk ekki inngöngu. Eftir að við Bibbi forðuðum okkur úr teitinu til að skreppa á Nonna hitti ég Anton, fyrrverandi vinnufélaga úr ÁTVR. Var það gaman mjög en þó mætti hann draga úr lyftingunum. Fólk verður bara hrætt við að sjá dverga sem eru tvöfalt breiðari en þeir eru háir. Allt í allt var þetta kvöld allt í lagi. Hápunkturinn var eiginlega upphafið: Drykkjan hjá Bibba og tónleikarnir. Spurning er þó hver hápunktur hans upplifunar var.