Fyndið

Ég er að velta því fyrir mér hvort það væri ekki skemmtilegr ef ég tæki upp á því þegar ég kommenta á bloggsíðum að segja eitthvað sem kemur málinu ekkert við, t.d. ef einhver skrifaði um líkþornið sitt myndi ég segja: „Já, Wagner hefur mér löngum þótt skemmtilegt tónskáld“. Eða ef einhver skrifaði um gyllinæðina sem honum svo gæfusamlega hlotnaðist í Múgabíu (áður Zimbabwe) árið 1978 myndi ég segja: „Hvað meinarðu? Veistu ekki að þriðji hver íslendingur deyr úr krabbameini?!“
Öllu skemmtilegra þætti mér þó óskammfeilin kommentastefna. Til að mynda, svo ég haldi nú áfram að tala um krabbamein, ef einhver skrifaði um Björn Bjarnason (t.d. þessi), gæti ég sagt: „Þú ert Björn Bjarnason!“ (er eitthvað meira móðgandi en það?). Ef einhver skrifaði svo um feiga (þ.e. dauða eða deyjandi) ömmu sína, gæti ég sagt: „Hahahaha! Það minnir mig á góðan brandara!“
Nei, í alvöru! Þetta er góð hugmynd.

Landspítalinn Fossvogi

Þá er fyrsta vinnudeginum á spítalanum þetta sumarið lokið. Þursinn hann Tryggvi er ennþá að vinna þarna og sömuleiðis himpigimpið hann Baldur. Sá fyrrnefndi, svo ég nefni fyrsta skandal sumarsins, varð mús einni að aldurtila um nónbil. Vildi það þannig til að hann sté fæti sínum niður á greyið án þess að gæta að hvert hann sté. Skoffínið, sem héðan af verður heiti þess manns á þessu bloggi (takið eftir að ég nafngreini hann/hana ekki), hefur enn ekki látið sjá sig. Nokkuð er af nýju fólki þetta árið, en mætti þá helst nefna hina indælu Hrafnhildi og Gettu betur gaurinn Jóhann Kröyer (eða hvað hann nú heitir). Við fyrstu kynni þykir mér hann ekki verðskulda sæti í þeirri ágætu keppni. Veit ég annars ekki við hvað staðallinn í hans skóla miðast. Það gæti allt eins hugsast að það sé ekki forkeppni, en jæja, nóg um það.