Að vera pólitískur

Ég þoli ekki þegar fólk segist vera mjög „pólitískt“. Án þess að ég fullyrði neitt um sjálfan mig, er það mín reynsla, að fólk sem segist vera pólitískt er einmitt fólkið sem ætti ekki að tjá sig um pólitík. Það á ekki að þurfa að taka það fram að maður sé „pólitískur“. Annað hvort hefur maður skoðun eða ekki. Það er sýndarmennska að segjast vera pólitískur. Það er eins og að segja: „Ég meina, ég les bækur.“