Stoppað og hugleitt

Eftir prófið hefur allt rekið í rogastans. Ég hef engin takmörk til að ná fyrr en skólinn byrjar aftur og ég kann því illa. Hvað geri ég þegar ég hef engin verkefni til að falla aftur á, ekkert sem ég get ásælst, eins og t.a.m. einkunn eða þá ánægju sem fylgir því að standa á bakvið vel unnið verk? Lýsi hér með eftir góðum ráðum.

Ekkert á döfinni. Ekkert að gerast, nema vinna og aftur vinna. Ég kallaði þetta svo sannarlega yfir mig, ha? Ekki bíður Silju neitt betra, enda þrælandi í skóla á eins ókristilegum tímum og raun ber vitni. Frá þeim sjónarhóli hef ég yfir engu að kvarta – hef það bara fínt.

Get ekki beðið eftir næstu helgi. Ég er búinn að ganga í gegnum svo mikið stress á einni viku að ég á áreiðanlega eftir að sofa hana frá mér – sem er raunar í sjálfu sér ágætt. Helst vildi ég geta gefið mér tíma til að lesa eitthvað af viti.

Þá vitið þið hvar þið liggið í forgangsröðinni, helvítin á ykkur.