108705704151213024

Hvenær ætlið þið aparnir að fara að læra að ég hef alltaf rétt fyrir mér, jafnvel þegar ég hef rangt fyrir mér?

Merkilegt þykir mér, svo ég skipti um umræðuefni, að um það leyti er óhappabloggarinn gaf skít í Bloggheima, fór þeim hnignandi, og héldust þannig uns téður bloggari boðaði sína endurkomu á dögunum. Nú er hafin ný öld í Bloggheimum.

Hvað annað varðar vil ég koma því á framfæri við ykkur að ritstíll ungmenna (d. fokk mar! ég gediggi hættað fokkíng smóka, djöss!) ætti með öllu réttu að kallast nýkansellístíll. Í stað dönsku gamla stílsins, einkennist nýkansellístíllinn af enskum áhrifum. Mun ég aldrei nota annað orð yfir þetta fyrirbæri héðan af.

Eitt af því sem mun aldrei breytast, er ég hræddur um, er skilyrðislaus dýrkun barna á beinagrindum – þeim Saurons ógeðfelldu hlutum. Hins vegar er alltaf jafn skemmtilegur skelfingar- í bland við undrunarsvipurinn sem börn setja upp þegar þau heyra hið fyrsta sinn, að í raun erum við öll með beinagrind inni í okkur. Litla viðbót þarf til að hindra að börnin sofi næstu árin á eftir, en einungis nægir að tjá þeim að stundum geti beinagrindin grafið sér leið út úr þeim. Það, svo þið vitið, hef ég þó aldrei prófað.