Klippt ok barbérað

Hvurnig ætli standi á því, að þegar sem lengst er liðið frá síðustu klippingu, er ég alltaf spurðr hvurt ég hafi verið í klippingu? Þetta er með öllu ótækt ok lýsi ég yfir neyðarástandi. Líklegast þarf ég að fara í klippingu svo fólk hætti að spyrja mig hvurt ég sé nýkominn úr slíkri.

Ég man hvað ég varð vonsvikinn síðast ég ætlaði í klippingu, er mér var ljóst gjört að engir prófessíónal barbérar starfi lengur. Jafnvel Bartskerinn sjálfur, sá öðlingsmaðr, hefir hætt þeirri unaðsiðju að barbéra menn ókeypis með hvurri klippingu. Hann býðr ekki einu sinni upp á það lengr. Fari það ok veri í heitasta víti. Ég mun víst aldreigi fá að njóta þeirrar ánægju að hljóta fagmanns barbéringu með alvöru barbéringarhníf. Hvurt stefnir þessi heimr eiginlega?!

108732872027084145

Mig þyrstir aftur í skólann. Alveg er ég viss um að flestir eru mér ósammála, og þá sér í lagi Silja.

Mig langar að lesa málfræði, en mér vinnst ekki þolinmæði. Ástæða þess mun vera sú að ég hef annað og „betra“ að gera.

Ég er ógeðslegur þegar ég bursta í mér tennurnar. Komst að því áðan.

Djöfull langar mig í skólann. Þá get ég lesið málfræði.

108731863622213645

Til er fólk sem gæti haldið það skemmtilegt að vinna með hálfvitum. Það er allsendis ekki svo. Í dag t.a.m. datt einu fíflinu í hug að útskýra fyrir mér hvað sögnin að brúka þýðir. Ég tjáði honum, hreint ekki vinsamlega, að það væri algjör óþarfi að útlista það fyrir mér. Hann virðist ganga út frá því, að vegna þess að ég skil ekki sum orð í slavnesku (!), skilji ég ekki neitt í hvorki íslensku né dönsku. Mun þetta vera sami maður og ég banaði í draumi á dögunum. Ætli ég sé berdreyminn?

Ég veit ekki hvort mér þykir verra, fífl sem ekki vita neitt um neitt, eða fífl sem vita smá og halda að ég viti ekki neitt. Eitt fíflið í vinnunni fer alveg óstjórnlega í taugarnar á mér, en mun sá herramaður vera kenndur við paunk (sem er langtum flottari stafsetning en þetta (alltof) algenga pönk). Sama hvaða verkefni ég segi honum að við eigum að vinna, stingur hann alltaf upp á einhverju öðru, eða að við vinnum það á einhvern annan hátt en ég segi. Það er náttúrulega ekkert nema fáránlegt að ætla sér að hunsa þær staðreyndir að ég hef unnið á Landspítalanum síðan hann var níu ára og að ég er fjórum árum eldri en hann. Auk þess ætla ég ekki að taka það upp að þiggja ábendingar frá mér yngri og óvitrari mönnum.

Ég finn þegar á mér, að næstu draumar munu verða æði blóðugir. Ég held barasta að ég hlakki til.