Útfríkun

Ég var að koma frá 10-11, en mér tókst að fríka kassastarfsmanninn skemmtilega út. Gerðist það nokkurn veginn svona:

Theodór kassastarfsmaður: „Mér finnst ég kannast svo rosalega við þig.“
Ég: „Já, ég verslaði hérna um daginn. Þú spurðir mig hvort Vídalín væri ættarnafnið mitt og ég sagði nei.“
Theodór: „Öö…“

Nú heldur hann að ég sé hommi og að ég hafi verið að reyna við hann. Það hefur sína kosti að vera alminnugur, mouahhmouahh!!!

10875135841130155

Þegar þér hættir til að líta á allt sem vandamál sem krefjast úrlausnar virðist allt fara sífellt versnandi og jafnvel einföldustu hlutir verða of erfiðir viðfangs.

Þegar þú lítur á hlutina þannig, að jafnvel hversdagslegar samræður snúist um að fá fólk þér til fylgis, fer það að verða erfitt að eiga í eðlilegum samskiptum við annað fólk. Samræður verða að vandamáli og þér finnst á endanum sem þú getir ekki sagt neitt rétt, að allt sem þú segir eigi eftir að koma aftur aftan að þér. Og það gerir það, á endanum, þegar allt sem þú raunverulega þurftir var viðhorfsbreyting. Þú ert orðinn þitt eigið vandamál.

Þegar þér hættir til að líta á alla hluti sem óleyst vandamál muntu sjálfur enda sem þitt stærsta vandamál, og ekkert sem þú gerir eða segir getur komið þér úr klípunni. Þú leitar samráðs við sjálfan þig í einverunni, en engin lausn hlýst af því. Með því móti endar þú alltaf einn.

Þetta er kreppa með engri lausn og engum sjáanlegum orsökum. Þetta er skrýmslið sem þú ert orðið.

Þetta á sér engin ítök í raunveruleikanum.

Netmogginn

Það þykir mér sæta tíðindum að þessi frétt sé flokkuð sem innlend frétt.
Svo eru það nýjustu tíðindin af SprinkleNetwork, eða eins og ég myndi orða það: Fyrrum Sprinklekrimmar ræna á ný undir nýju nafni. Ég ætla rétt að vona að fólk hafi lært af fyrri mistökum.
Annars er fátt sem slær þessari frétt við: „Glöddust dönsku víkingarnir og geta nú tekið stafrænar myndir, hringt í stafrænan síma og dreypt á vodkanu sínu“. Hvurslags fréttamennska er þetta?

Herfilegar draumfarir

Í nótt dreymdi mig ekki aðeins að Siggi vinur minn ætti klón af sjálfum sér, að mér hefði verið sagt upp helgarvinnunni og að ég væri Mel Gibson og hefði skotið einhvern karl í köku. Mig dreymdi svo margt margt fleira og skrýtnara, en því miður man ég eftir því fæstu. Það eina sem ég man er að þetta var hræðilegur draumur. Já, ég veit þetta hljómar kannski ekkert sérstaklega hræðilegt.

Tilgangur lífsins

Tilgangur lífsins er að lifa þínu eigin lífi, á þann hátt sem þú kýst að lifa því. Ef mamma þín vill að þú lærir x fag í háskólanum, þá skiptir það engu máli. Þú lærir það sem þú vilt læra o.s.frv.

Það er tilgangur lífsins. Ef einhver mótmælir því vil ég heyra það, hér og nú, á kommentakerfi því er ég hefi útvegað á þessari bloggsíðu. Tilgangur lífsins er að njóta þess meðan það varir – hvort sem þú ert fátækur eður efnaður. Það skiptir engu máli, svo lengi sem þú nýtur þess. Þá er tilganginum náð.