108760295678547619

Ég virðist hafa einstakan hæfileika til að beina athygli fólks að mér og ég þoli það ekki. Það er eipi líkast að vera gestur í tvítugsafmæli þar sem hinir gestirnir hafa meiri áhuga á að tala við þig en afmælisbarnið. Afmælið var raunar ánægjulegt fyrir mig. Spurningin er hins vegar sú hvort afmælisbarnið sé því sammála.

Ég virðist einnig hafa einstakan hæfileika til að láta fólk fá áhyggjur af mér. Enga skýringu kann ég á því.

Annars hef ég komist að því hversu sjálfhverf iðja það er að blogga. Alltaf þetta ég ég ég og ekkert annað kemst að. Kannski það sé ástæða þess að ég er ekki hættur að blogga. Hvers vegna tekur fólk mig annars alvarlega? Þetta er allt rugl sem ég skrifa hérna, svo það sé á hreinu!

Ruglingur

Í dag var ég staddur í bókabúð Máls og menningar í leit að afmælisgjöf handa vini mínum. Mætti ég þá manni, taldi þar Ármann Jakobsson vera mættan og heilsaði honum. Kom þá í ljós að hér var ekki um Ármann að ræða, heldur Sverri bróður hans.
Það hefur honum sjálfsagt ekki þótt skemmtilegt og það þótti mér ekki heldur. Þetta er því afsökunarbeiðni, ef svo ólíklega vildi til, að hann læsi þetta.