Monthly Archives: ágúst 2004

109395239281623577 Slökkt á athugasemdum við 109395239281623577

Þessa stundina sit ég á Bibliotheca Schola Babtisteria, eða bókasafni Menntaskólans við Sund. Ástæða þess mun vera sú að ég gerði ekki ráð fyrir því að íþróttatíminn ætti sér stað utandyra í þessu fárviðri andskotans. Slíkar pyntingar þykja mér með öllu ótækar og afréð ég af þeim sökum að brokka eigi á inniskónum (þ.e. íþróttaskóm […]

109390634138998358 Slökkt á athugasemdum við 109390634138998358

Sáttur við veðrið. Þetta er veður til að sitja inni með lak ofan á sér og malandi kisu; góða bók, mat og drykk. Desværre þarf ég að sækja bróður minn í vinnuna og þar með yfirgefa sæluna.

109390549020509856 Slökkt á athugasemdum við 109390549020509856

Það þarf engan Clint Eastwood til að sleppa af Hrauninu. Öðru máli mun gegna um Alcatraz.

109390482355257479 Slökkt á athugasemdum við 109390482355257479

Ég er ekki frá því að skammdegið sé þegar farið að hafa áhrif á skaplyndi mitt. Annars náði ég mér í forritið Radio@Netscape. Lofa þeir ókeypis aðgangi að 175 útvarpsstöðvum sem að forritinu standa. Þá varð ég fyrir vonbrigðum að finna ekki útvarp allra landsmanna meðal þeirra stöðva. Þar kennir þó margra grasa, t.a.m. Led […]

109389998644865038 Slökkt á athugasemdum við 109389998644865038

Amma mín fer jafnan mikinn í háðsglósum sínum og fordæmingum á öðru fólki, svo lokar hún fyrir eigin rökskilning þegar við hana er átt. Það er einfaldlega ekki hægt að rökræða við svona fólk. Þegar þannig er í pottinn búið, fer fólk að segja hluti sem það sér eftir. Ekki sé ég eftir neinu en […]

109389212048078492 Slökkt á athugasemdum við 109389212048078492

Það hendir mig oft að fólk hringir í mig þegar ég les (ég les mikið). Þegar ég er spurður hvað ég sé að gera, segist ég „bara vera að lesa,“ og sá sem hringir svarar: „Já, ókei“ og heldur áfram að tala! Það er semsagt ekkert merkilegt að ég sé að lesa og það er […]

109387463789717885 Slökkt á athugasemdum við 109387463789717885

Andskotinn! Rétt í þessu hringdi yfirmaður minn í Ikea. Ég horfði á símann og ákvað að ég myndi ekkert vinna þessa viku. Hvað gerðist? Jú, áður ég vissi af var ég skráður til að vinna alla vikuna! Hví er mér um megn að segja nei við tilboðum Satans?

109387410540467516 Slökkt á athugasemdum við 109387410540467516

Skemmtilegasti skóladagurinn til þessa. Hagfræðikennarinn hélt mér eftir tíma og bað mig vinsamlegast um að stilla sér ekki upp við vegg með skotum á ríkisstjórnina, en skömmu áður hafði ég gert athugasemd við áætlun stjórnvalda að draga úr þenslu og lækka skatta á sama tíma. Þó hún væri mér sammála, að þær aðgerðir eigi ekki […]

109380593912033872 Slökkt á athugasemdum við 109380593912033872

Fyndið þykir mér, að nær enginn þekkti Forest Whitaker, fyrr en hann kom til landsins. Undanfarin ár hef ég oft minnst á hve mikil synd það er, að Whitaker leiki svo sjaldan í kvikmyndum. Hafa svörin oftast verið á þá leiðina, að viðmælendur mínir vita ekki hvern ég á við. Nú hefur þó orðið kúvending. […]

109380466733919058 Slökkt á athugasemdum við 109380466733919058

Ég afgreiddi sjálfan Hannes Hólmstein í Ikea í dag. Því miður keypti hann sér ekki Hannes-skrifborð, en ég held í vonina að hann geri það næst. Í nótt dreymdi mig einkar sérkennilegan (og ógeðfelldan) draum sem ónefndur vinur minn kom við sögu í. Mun ég ekki lýsa innihaldi hans hér nema með leyfi viðkomandi.