109337092378657902

Annasamur dagur í dag. Skólinn var settur með pompi og prakt á slaginu níu í morgun. Ekki nenni ég að fara ofan í saumana á því máli, en ég er alltént ánægður með að vera kominn aftur í skólann.

Keypti Frank’s Wild Years með Tom Waits í Hagkaupum á kr. 990 íslenskar. Það kalla ég kjarakaup!

Keypti mér töff hatt í Hattabúð Reykjavíkur og fór svo í Blóðbankann, hvar ég lét tappa af mér.

Það sem eftir er af degi mun ég taka því rólega og lesa Njálu. Hið fyrra mun fyrirskipað af starfsfólki Blóðbankans, en hið seinna mun fyrirskipað af kennara mínum. Ekki að það þurfi mikið að þvinga mig til lestursins, onei.