109508772761839493

Þá er ég kominn aftur úr ferð út í hverfiskondítoríið. Frá þeirri ferð er að segja, að í sömu svipan og ég kveikti mér í sígarettu við útidyr húss míns, veittist að mér gamall maður. Mælti hann þau orð: „Varaðu þig, sígarettur geta valdið krabbameini.“ „Nú,“ sagði ég „ekki vissi ég það. Það getur vel verið að þú hafir bjargað lífi mínu. Þakka þér fyrir!“ Karl brást ókvæða við orðum þessum og var augljóslega ekki sáttur. Tvennt má því valda, að annað hvort skildi hann háðið, eða hitt sem fyndnara væri, ef hann héldi mig vera hálfvita sem raunverulega vissi ekkert um skaðsemi reykinga.

Þegar í kondítorí var komið keypti ég mér kleinuhringi þrjá, hverja ég borða í þessum skrifuðu orðum. Varð poki minn, fylltur kleinuhringjum, fyrir fólskulegri árás geitungs, og ég sá fram á að þurfa að verja fæðu mína. Skildi ég við hann í köldum faðmi dauðans, svo hann hefði betur mátt sleppa þessu fremur en að reyna.

109508445247571918

Bróðir minn birtir niðurstöður skoðanakannanar á blogginu sínu og eru svarendur þar taldir 52. Þetta þykja mér tíðindi, enda þekkir bróðir minn ekki svo marga og enn færrri lesa bloggið hans.

Við Binni vorum samferða upp í þjóðskrá eftir skóla og skráðum okkur úr þjóðkirkjunni, því helvítis bákni. Löngu orðið tímabært að ég léti verða af þessu, enda væri það hræsni af mér að vera í klúbbi sem ég hef hatast við frá fornri tíð. Auk þess er peningnum betur varið uppi í Háskóla.