Bjarnargreiði

Þýzkalandsfarinn gaf mér eintak af Wom Magazin áðan þar sem m.a. er birt viðtal sem Michael Ernst tók við meistara Tom Waits og ber yfirskriftina „Familienmensch“. Ekki líkar mér það uppnefni. Inngangur greinarinnar hljóðar svona:

Jahrzehntelang hat der Sänger, Komponist und Schauspieler Tom Waits an seinem schrägen Image gebastelt. Der harte Trinker, der Penner, der Melancholiker, der Bar-Poet oder, wie in einem seiner jüngsten Songs, der Prediger, der mit seiner Waffe wedelt. „Real Gone“, das neue Album des 54-Jährigen, bietet wieder genug skurrile Klänge und Geschichten, um alle Facetten seines Images zu unterstützen. Und gleichzeitig startet auch noch die nächste Generation Waits mit durch.

Ágætis lýsing, en einni staðhæfingunni er ég algjörlega ósammála og jafnvel svo að ég telji hana óumdeilanlega ranga: Aldrei hef ég vitað til þess að tónlist meistara Waits innihaldi nokkurn siðaboðskap. Maðurinn er sko enginn prédikari.

Nú, Ernst spyr meistarann venjulegra spurninga um hitt og þetta, eins og gengur og gerist. Óumflýjanlega beinast spjótin loks að Casey, syni meistarans, er smá aðild átti að plötunni. Vandamálið með Ernst er, að undir eins og hann hefur varpað fram einni spurningu um afsprengi goðsins og henni hefur verið svarað, þá getur hann ekki hætt. Viðtalið verður leiðinlegt. Svo skýtur Herr Ernst sig endanlega í hausinn (því yfirleitt er það jú endanlegt) í tilraun til að gera viðtalið krúttlegt:

Was ist mit Sullivan (12), Ihrem zweiten Sohn? Interessiert der sich ebenfalls für Musik?
O ja, er spielt Gitarre.

Hér hætti ég að lesa. Mér finnst þetta ekki áhugavert og þaðan af síður skemmtilegt. Væri ég Michael Ernst hefði ég endað greinina á Q.e.d., enda greininni ætlað að hnekkja ímynd meistarans sem lýst var í innganginum hér að ofan. Takk, hr. Ernst, fyrir að sanna það að Tom Waits geti verið eitthvað annað og meira en krípí gaur sem semur góða tónlist. Þetta var bjarnargreiði.