109828504917649430

Bráðlega hefst ég handa við umfangsmikla ritgerðarsmíð. Vinnuheiti ritgerðarinnar er „Um etýmólógíu latneskra og germanskra orðstofna“. Vinnulýsingin gæti verið á þessa leið: Orðsifjafræðileg athugun á latneskum og germönskum orðstofnum og -málfræði, með hliðsjón af eldri rannsóknum innan fræðigreinar samanburðarmálfræði.

En að öðru. Engin svör hafa borist við spurningu gærdagsins, en ég neita að trúa því að það sé vegna takmarkaðrar vitneskju um meistara Tom Waits. Svarið má finna á flestum aðdáendasíðum hans.

Nú dæmi hver fyrir sjálfan sig, hvort DV hafi kallað þetta yfir sig. Mér leikur forvitni á að vita hvað sjálfskipaða dómsvaldið, Mikael Torfason og Illugi Jökulsson, lét út úr sér í þetta skiptið.