109915086695652096

„Það er harmleikur þegar einn maður deyr, en þegar milljón manns deyja er það tölfræði“ er einhver sú mest pirrandi og ofnotaða tilvitnun sem ég veit um. Og ekki er nóg um að allir sextán ára og eldri þylji þetta upp í hvívetna eins og þeir séu klárasti maður á jarðríki, heldur er það hvernig þeir segja þetta, með gáfumannslegan opinberunarsvip að hætti Tolstoj.

Þegar fólk hefur þessi orð Stalíns eftir í samræðum við mig heyri ég ekkert annað en dauft „Blöblöblö blöblöblöblöblö.“ Svo glottir viðkomandi hróðugur, eins og ég hafi aldrei heyrt þetta áður.