Monthly Archives: nóvember 2004

Jæa Slökkt á athugasemdum við Jæa

Þá er ritgerð mín „Um etýmólógíu latneskra og germanskra orða: Orðsifjafræðileg athugun á latneskum og germönskum orðum og textum, með hliðsjón af eldri rannsóknum innan fræðigreina sögulegrar- og samanburðarmálfræði“ tilbúin. Þá er að prófarkalesa. Ég vona að hún sé ekki of léleg því ég þarf að skila henni á morgun.

Getraun Slökkt á athugasemdum við Getraun

„Lúdowig ther snéllo, thes wísduames fóllo, er óstarrichi ríhtit ál, so Fránkono kúning scal“. Á hvaða tungumáli er þessi lofgjörð og hvað þýðir hún; í hvaða bók birtist hún fyrst, hver orti og hvenær? Bókarverðlaun í boði fyrir besta svar. Berist fleiri en eitt rétt svar vinnur sá fyrsti til að svara. Svör sendist hingað. […]

Fleiri svona móment! Slökkt á athugasemdum við Fleiri svona móment!

„Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstvirtum forsætisráðherra, en það kom greinilega hér fram.“ -Ólafur Ragnar Grímsson „Og það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga […]

110180862399942695 Slökkt á athugasemdum við 110180862399942695

„Höfundaréttur helst uns 70 ár eru liðin frá næstu áramótum eftir lát höfundar“. Þetta stendur í höfundarréttarlögunum og mér finnst það fáránlegt. Mega þá allir stela vísum úr Íslendingasögunum og kalla sínar eigin, eins og eitthvað fífl gerði á Rithringnum?

Múltílíngval Slökkt á athugasemdum við Múltílíngval

Þetta ætla ég að stúdera um jólin, svo ég kunni að minnsta kosti stafrófið. Það háir mér stundum að vera ekki læs á grísku. Til dæmis núna. Á næsta ári hef ég svo hugsað mér að nema ítölsku við MH, grísku og rússnesku við MS. Það er viss áskorun sem felst í að læra tvö […]

110173997752809794 Slökkt á athugasemdum við 110173997752809794

Hah! Ekki ómerkari maður en sjálfur Bill Clinton, fyrrv. Bandaríkjaforseti og frelsari sundraðrar Júgóslavíu, leit við á auvirðilegri síðu minni um tvöleytið í nótt. Ég get a.m.k. haldið því fram meðan þessi heldur áfram að þykjast vera hann. Ég uppgötvaði mér til hryllings, eftir að hafa átt það í tvö ár, að eintak mitt af […]

Senn dey ég Slökkt á athugasemdum við Senn dey ég

Ég er með óbærilega verki jafnt í baki sem í kviðarholi, og ég veit, að dauðinn er á næstu grösum. Það er því til lítils annars tilgangs að blogga, en að gefa veraldlegar eigur mínar, þeim sem þurfa þykir, post mortem Aquilami. Þórður fær því Þórbergsbækurnar mínar og Silja fær kisuna mína. Afgangurinn fylgir mér […]

Eipaðu í eyra mér, eitt ljúfsárt eip Slökkt á athugasemdum við Eipaðu í eyra mér, eitt ljúfsárt eip

Hvaða eip er þetta?

Blogg dauðans Slökkt á athugasemdum við Blogg dauðans

Ég sakna Bloggs dauðans. Mikið væri nú ógurlega gaman ef bloggari dauðans snéri aftur til Bloggheima, svo og fleiri bloggarar af svipuðu kalíberi.

110166503977440529 Slökkt á athugasemdum við 110166503977440529

Arngrímur segir, að sá er ekki spakur, er rífst um sjálfsagðan hlut, dylur sannleikann í ræðu sinni svo málefnið virðist ekki eins sjálfsagt og beitir honum svo fyrir sig sem rökum um að hann hafi rétt fyrir sér. Slíkur spekingur varð á vegi mínum í gær og gortaði hann mikið af því, að hafa lagt […]