Gettu betur

Jæa, þá erum við komnir í sjónvarpið. Tvennt er þó leiðinlegt, en það er annarsvegar að MR og Borgó hafi þurft að mætast svo snemma í keppninni og hinsvegar að nokkrir verzlingar urðu sér og sínum skóla til minnkunar er þeir mættu fyrir keppnina og otuðu Hljóðnemanum framan í keppendur, vafalítið að áeggjan brottrekna féhirðisins Stefáns Einars, hvern ég sá skömmu fyrr standandi úti í horni, glottandi um tönn eins og hálfviti.
Hvað önnur mál snertir er ég á góðri leið með að detta niður dauður úr kvefi auk hálsbólgu sem farin er að láta á sér kræla.