109992997286265559

Ég hef oft velt því fyrir mér hversu asnalegt það er, í „gerð myndarinnar“ myndum, þegar leikarar tala um hversu frábært það sé að vinna með einhverjum leikurum og leikstjórum. Þegar slík auglýsingastefna er praktíseruð finnst mér eins og myndin sé frekar ætluð leikstjóraelítunni en almenningi. Og vissulega eru þetta auglýsingar og ekkert annað. Það heitir raunar bjarnargreiði þegar Vin Diesel og viðlíka pakk er auglýst þannig.

Hugsið ykkur líka hvað leikarar falla í verði. Eða hversu mikils virði getur það verið fyrir Johnny Depp þegar sami leikari mælir með honum og Vin Diesel?