110073170306213216

Í samhengi við eip dagsins hlýt ég að álykta að í dag sé alþjóðlegi skurðaopnanadagurinn. Með þessu hef ég tryggt sjálfum mér heiðurinn að súrustu athugasemd dagsins.

Það er ekkert nema gott um það að segja að saxófónleikarinn fimi sé hætt að hlusta á 50 Cent. Enda tónlist hans varla áheyrnar verð. Nema frá sé talið P.I.M.P., sem er endalaust fyndið. Það lag á raunar tvö myndbönd – annað fyrir yngri áðdáendur og hitt fyrir þá eldri. Það finnst mér fyndið, enda varla hægt að tala um marga eldri aðdáendur.

Hollenskubloggarinn
er ekki fyrsta fórnarlamb prófskrekks, enda kannski ekki furða að maðurinn sé banginn, hafandi ekki vitað af prófinu fyrr en tuttugu mínútur voru gengnar í níu, svo ég noti máltæki sem ekki er bróður mínum þóknanlegt.

Jæa, lestími. Hæ hó!

110071381886801825

Ég skil ekki orð af því sem hann skrifar, en þessi pólski bloggari er töffari, þó ekki væri nema vegna þess að hann er pólskur.

Á morgun er próf með tilheyrandi blóðsúthellingum. Þ.e. fyrir marga aðra en mig, sem kem til með að massa það. Morgundagurinn verður þreytandi þar sem hann er allur frátekinn fyrir fundi og snatt. Á morgun verður einnig tekið stórt skref í áttina að leysa mitt mesta vandamál þessa dagana, en það felst í að taka að mér vinnu á virkum dögum. Annað gengur víst ekki. Desember verður erfiður.

Snjórinn er frábær. Allar tilvonandi kærustur eru beðnar um að hafa samband og bóka hjá mér tíma fyrir snjókarlagerð. Endi dagurinn á rómantískri kvöldstund frammi fyrir arni með tilheyrandi lopapeysum og heitu súkkulaði er markmiðinu náð. Nú er bara að bíða eftir að pósthólfið fyllist.

110070398554825833

Mikið friðar veðrið mig. Ég er aldrei þessu vant ósammála háværum röddum snjóhatara. Ég fagna snjónum og vil að hann tóri sem lengst.

Á svona dögum vantar mig kærustu til að gera snjókarl með. Ekki ætla ég mér að reyna að leika eftir hinn algenga höslgjörning kvikmyndanna, að finna einhverja fagra stúlku, gera með henni snjókarl í hljómskálagarðinum og enda fyrir framan arineld í lopapeysum með kakóbolla. Onei.

Ég rak augun í blað inni í stofu, sem á stóð að einhver fræðslutími varði í 2,5 klukkustundir. Það stakk í augun, líkt og jólaskraut í nóvember. Þ.e.a.s. ef einhver er það laginn að hafa stungið sig í augun á jólaskrauti.