110116548834302336

Helvítis! Nú sit ég fastur í reykjarkófi dauðans! Ég get ekki einu sinni opnað glugga. Lögreglan hefur tilkynnt gegnum kallkerfi að allir gluggar skuli vera lokaðir vegna eiturefna sem berast frá eldinum. Ég skrapp útfyrir. Snjórinn var sumstaðar svartur og skyggni var lélegt. Ég þurfti að anda gegnum hnefann á mér vegna þyngd loftsins og mér súrnaði í augum.

Sé litið út um gluggann sést varla útfyrir leikskólalóðina. Ég hefði birt mynd af því hefði hún sýnt nokkuð meira en svartleika. Allt er svart og ógeðslegt.

Helvítis!

Uppfært – tvær nýjar fréttir:

Fólki ráðið frá því að vera utandyra í grennd við brunann

Vegna mikils reyks frá brunanum við Klettagarða er fólk varað við því að vera á ferli utandyra á því svæði sem reykinn leggur yfir í Lauganeshverfi við Kleppsveg og vestur undir Kirkjusand. Er þeim tilmælum beint til íbúa á þessu svæði að loka gluggum og kynda vel.

Íbúum við Kleppsveg boðin aðstoð vilji þeir yfirgefa íbúðir sínar

Íbúum við Kleppsveg í Reykjavík hefur verið boðin aðstoð vilji þeir yfirgefa íbúðir sínar vegna reyksins sem leggur frá brunanum við Klettagarða á Lauganesi, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Eru fimmtán strætisvagnar til reiðu fyrir þá sem telja sig vera í hættu. Munu þónokkrir hafa brugðið á þetta ráð.

110115914111697544

Það er almennur misskilningur að tónlistarmenn viti meira um lífið en annað fólk.

Alls ótengt, þá er lag dagsins „Drive“, með R.E.M.

Textabrot dagsins er úr sama lagi:

„Hey kids, shake a leg.
Maybe you’re crazy in the head, baby.

Ollie, ollie.
Ollie ollie ollie.
Ollie ollie in come free, baby.“

Þessi orð eru mjög við hæfi á þessum síðustu og verstu tímum.

110114655917178208

Mér finnst ég þróttlaus frammi fyrir verkefni mínu. Þetta er verkkvíði sem verður vonandi horfinn á morgun.

Allir virðast byrjaðir að læra undir prófin nema ég. Ég tel þetta óþarfa hysteríu. Það eina sem bekkurinn þarf að óttast, miðað við frammistöðu í kennslustundum, er hagfræðiprófið, en það er síðasta prófið og nægur tími verður til að lesa undir það.

Áðan varð ég vitni að því er litli bróðir minn át samloku með pylsubitum á. Rétt í þessu lýsti hann því yfir að hann vildi ekki fyrir nokkra muni borða svínasteikina sem verður í kvöldmat. Talandi um brenglað mataræði.