Jæa

Þá er ritgerð mín „Um etýmólógíu latneskra og germanskra orða: Orðsifjafræðileg athugun á latneskum og germönskum orðum og textum, með hliðsjón af eldri rannsóknum innan fræðigreina sögulegrar- og samanburðarmálfræði“ tilbúin.

Þá er að prófarkalesa. Ég vona að hún sé ekki of léleg því ég þarf að skila henni á morgun.

Getraun

„Lúdowig ther snéllo, thes wísduames fóllo,
er óstarrichi ríhtit ál, so Fránkono kúning scal“.
Á hvaða tungumáli er þessi lofgjörð og hvað þýðir hún; í hvaða bók birtist hún fyrst, hver orti og hvenær? Bókarverðlaun í boði fyrir besta svar. Berist fleiri en eitt rétt svar vinnur sá fyrsti til að svara. Svör sendist hingað.
Lágmark fyrir þátttöku er að geta þýtt textann yfir á íslensku og, þá væntanlega, að geta sagt á hvaða tungumáli hann er.

Fleiri svona móment!

„Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstvirtum forsætisráðherra, en það kom greinilega hér fram.“
-Ólafur Ragnar Grímsson
„Og það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.“
-Steingrímur J. Sigfússon
„Þetta dettur engum í hug nema Samfylkingunni, sem er eins og afturhaldskommatittsflokkur.“
-Davíð Oddsson