Monthly Archives: desember 2004

Kryddsíldin Slökkt á athugasemdum við Kryddsíldin

Halldór Ásgrímsson fær prik fyrir að dissa Össur. Það er alveg rétt að ákvarðanir Samfylkingarinnar eru teknar eftir skoðanakönnunum, sem þýðir að oft leika menn þar tveimur skjöldum og í þversögn við fyrri „stefnu“ flokksins. Þetta segi ég með fullri virðingu fyrir kjósendum þeirra. Fyrst menn gerðust svo háfleygir á að minnast á og jafnvel […]

Fyrir þá sem láta sig það varða Slökkt á athugasemdum við Fyrir þá sem láta sig það varða

Hamfarir Slökkt á athugasemdum við Hamfarir

Það er kannski kominn tími á að blogga um þær gríðarlegu hamfarir er átt hafa sér stað í Indónesíu og víðar. Yfir 55000 manns eru látnir samkvæmt nýjustu fréttum. Jarðskjálftinn, mældist 8,9 á Richter, er sá öflugasti í yfir 40 ár. Nú reynist bjánalega Stalínkvótið vera eins fjarri sannleikanum og mögulegt er. Þetta er harmleikur, […]

Jólin 2004 Slökkt á athugasemdum við Jólin 2004

Já, ekki fer ég í jólaköttinn í þetta sinn. A.m.k. hefur hann ekki látið á sér kræla. Þetta fékk ég í jólagjöf, að undanskilinni einni gjöf sem ég ætla ekki að tjá mig um hér: * Eddukvæðin, öll í einni bók, * Konungasögur – þrjár bækur, * Svört jakkaföt, skyrta og bindi, * Glænýir og […]

Aðfangadagur Slökkt á athugasemdum við Aðfangadagur

Í gær mætti ég til vinnu klukkan fjögur og var þar til hálftólf, sem var ágætt. Fólk var rólegt, allir í jólaskapi, og lítið var að gera. Svo atvikaðist að sjálfur Sigurður Kári pseudolíbertarían kom á kassa til mín. Hann var langtum kurteisari en venjulegt getur talist. Að vinnudegi loknum var ég leystur út með […]

110381159183422270 Slökkt á athugasemdum við 110381159183422270

Minni lesendur á að spreyta sig á prófinu. Hér eru svo niðurstöðurnar. Meira verður ekki bloggað í dag. Og fyrst enginn latínugúrú hafði neitt um spurningu mína frá í gær að segja verð ég að álykta að orðnotkunin sé sú sama.

Lag dagsins Slökkt á athugasemdum við Lag dagsins

Það er Ave Maria eftir meistara Franz Schubert (skóbert). Þegar ég hlusta á það finnst mér ég skynja allar heimsins þjáningar. Þegar því lýkur finnst mér sem lífið sé búið. Ekki veit ég hvaða fräulein syngur í minni útgáfu, en fallegri söngrödd hefi ég aldregi heyrt.

Setning dagsins Slökkt á athugasemdum við Setning dagsins

Hana á Snæbjörn Guðmundsson.

110374832012812984 Slökkt á athugasemdum við 110374832012812984

Nú svari mér fróðir menn: Er lat. áfn. is notað á sama hátt og ísl. áfn. sá, þ.e. bókasafn þess meistara = bibliotheca eius magistri? Einhver?

Föt og klipping Slökkt á athugasemdum við Föt og klipping

Hvergi bólaði á Ásgeiri, enda mæta öryggisverðirnir sjaldnast fyrir klukkan sex. Hins vegar má segja að ég verði ekki beinlínis ræfilslega klæddur á Aðfangadag, onei. Svona fín föt hef ég aldrei áður átt. Ekki spillir heldur fyrir að ég fór fyrr í dag og borgaði konu fyrir að taka hárið mitt. En ekki var hárið […]