110237589834813787

Það var mikið að ísraelum sjálfum þykir nóg um! Þrátt fyrir hagsmunafréttaflutning verstulanda höfum við lengi vitað af þeim hryllingi sem fram fer við „landamærin“.

Og það verður að skipta um orð á þessu fyrirbæri. Það tók mig smástund að átta mig á að það var ekki raunverulegur kínverji sem var „límdur á rúðu og hann svo sprengdur“. Þá fyrst hefði helgin orðið annasöm hjá lögreglunni! Svo ekki sé minnst á störf götuhreinsara (já, ég veit ég er vondur) og að „tilkynnt var um brotna rúðu“. Who reported a window breaking? Me, the master of understatement, mouahhmouahh!!

Varizt posann!

Varið ykkur á posanum í afgreiðslu Bókhlöðunnar! Munið bara: Það er heimild á kortunum ykkar – það er posinn sem er bilaður. Ég fékk áfall áðan þegar ég hugðizt borga lítilmótlega 400 króna skuld mína og fékk synjun.

Við heimkomu beið mín veglegt umslag frá Samtökum herstöðvaandstæðinga. Það er alltaf gaman að fá póst, en ég var farinn að gera mér vonir um að enn ein aumingjans sálin hefði sent mér doktorsritgerðina sína til yfirferðar, en svo var nú aldeilis ekki.

Einnig var þar bréf frá Bókhlöðunni. Þar stóð að skuld mín við safnið væri greidd. Það var nú skrýtið. Annaðhvort er póstþjónustan altof (já, ég sagði altof!) góð eða safnið gerði feil. Seinni kosturinn er þó ólíklegri, enda gera starfsmenn Hlöðunnar aldrei feila.

Einkunnaspá I: Afbrotafræði

Prófblaðið mitt eru einar reykjandi rústir, ég smókaði það svo illa. Spái 9 til 9,5. Þó lærði ég sama og ekki neitt, en ég græddi á að fletta aðeins í gegnum þá hrútleiðinlegu bók þess mikla magistri Helga Gunnlaugssonar, dósents. En það er svosem ekki furða að ég lærði lítið fyrir prófið; það er erfitt að læra nokkurn skapaðan hlut svo illilega uppdópaður af kaffi að maður gæti allt eins átt von á að kúka blóði.

Já, þetta var nú sérdeilis sjentilmannlega dönnuð færsla.

Ullabjakk!

Ég vaknaði kófsveittur fyrir réttum hálftíma og hægri fóturinn marinn og beyglaður eins og tröllskessa hefði dundað sér við að snúa upp á hann meðan ég svaf. Augljóslega mikið gengið á í nótt. Þar að auki dreymdi mig að ég væri að vinna. Þá vitna ég í þá ágætu mynd Waking Life:

Did you ever have a job that you hated? That you worked really hard at? You have a long hard day at work, finally you get to go home, get in bed, close your eyes, and immediately you wake up and realize that the whole day at work had been a dream? It’s bad enough that you sell your waking life for minimum wage, but now they get your dreams for free.