110592095112033674

Ég hef ekki verið í góðu skapi síðan ég sá áramótaskaupið. Nei, í alvöru. Ég forundra mig raunar á því að enginn hafi tekið eftir því.
Af þeim átta bókum sem fyrir mig er lagt að lesa í bókmenntaáfanganum hef ég nú lesið eina bók og einn þriðja. Ég kláraði Germaníu Taciti í fyrradag og er nú nýbyrjaður á Hinu ljósa mani. Eftir að hafa lesið Tacitus verð ég að játa virðingu mína fyrir ættbálki Katta og þeim sið þeirra að unglingar raki sig ekki fyrr en þeir hafa lagt sinn fyrsta óvin að velli. Eins konar Haraldarminni þess hárfagra. Enn skemmtilegri er sú vitneskja að þeir rökuðu sig jafnvel yfir hræinu. Áreiðanlega með spjótinu sínu. Snilld.
Einn helsti heimildarmaður Taciti var Caesar. Ég viðurkenni aðeins einn framburð á því nafni, og það er ekki „Sesar“.