Portkonur og kröfuspjöld

Eitt sinn villtumst við bróðir minn á hóruhús í Verona fyrir algjöra tilviljun. Við komumst svo að því, þegar við fórum að segja fólki söguna, að enginn trúði því að við hefðum villst þangað.

Ég hef verið með Internationalinn á heilanum alveg síðan Skúli raulaði hann fyrr í dag. Þá varð mér skyndilega hugsað til kröfuspjalds sem ég sá eitt sinn á fyrsta maí. Á því stóð: Færri kröfuspjöld.

Lærdómur

Þessa helgi eyddi ég um sautján klukkustundum í heimalærdóm. Það sem ég afrekaði þessa helgi verður ekki endurtekið. Svo fékk ég niðurstöður úr prófi úr fyrstu fimm köflum Lord of the Flies um daginn: 7,5. Ég las aðeins helminginn af námsefninu og telst þetta því vera 150% skilvirkni. Það er ekki amalegur árangur.