Hálfvitaorðan

Ég hefi ákveðið að stofna Hálfvitaorðuna, dótturverðlaun Peningaorðu Stefáns Einars „púnkturkomm“ Stefánssonar, sem ég veiti þeim aðilum sem ég tel vel að henni komna hverju sinni og verður hún heiðursmerki þessarar síðu. Hún skiptist í þrjú stig:

Hálfvitaorða
Hálfvitaorða með gullasna
Stórhálfvitaorða

Það fer eftir afrekum viðkomandi hvaða stig orðunnar er veitt en sá sem eitt sinn hlýtur orðuna getur hlotið hana aftur og þá jafnvel af hærra stigi ef það er talið viðeigandi. Hægt er að koma tillögum um orðuveitingar á framfæri við síðuna á póstfanginu mínu. Hér á eftir er listi þess fólks eða hópa fólks sem hlotið hafa hina efirsóttu orðu.

30.01.05
Stefán Einar Stefánsson (Stórhálfvitaorða)
Gísli Marteinn Baldursson (Hálfvitaorða með gullasna)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *