Árshátíðardagur

Jæa, þá er árlegu athöfninni á sal lokið og var hún súr að vanda. Hlotnaðist mér sá heiður að taka við verðlaunum fyrir bekkjarins hönd, eftir vægðarlausa botnanakeppni staka. Minna hefði það varla mátt vera, þar sem það var ég, sem botnaði allar stökurnar. Hinsvegar var það svo afspyrnulélegur leirburður að það hálfa (ég hefi ákveðið að botna aldrei máltæki þar sem eftir lifir). Hér eru tvö dæmi. Tekið skal fram að verkin eru óhlutbundin og taka því hvorki mið af geðheilsu höfundar né kyns.
Í frímínútum finnst mér oft,
feikilega gaman.
Með glyrnum góna upp í loft
og geifla mig í framan.
Sautján ára sat ég hér,
við Sund og lét mig dreyma.
Um korselett og kónginn Lér.
Ó, hve elfur hugans streyma!
Þannig var því nú farið, svo slæmt sem það nú var. Eftir sem áður er ég sáttur við skáldalaunin, en það var lítill tuskubangsi. Segið svo ekki að ljóðelskir menn séu ekki metnir að verðleikum í Menntaskólanum við Sund.
Í kvöld verður svo sungið, drukkið og dansað fram á rauða nótt. Það er ein undantekning á þessu, en það er ég. Mér nægir að drekka.