Hunter S. Thompson er dáinn!

Þetta las ég hér, síðan hér og síðan hér, en hann mun hafa svipt sig lífi í gær. Hvílík armæða! Að hugsa sér að hann hafi fyrst bundið enda á líf sitt svo gamall, eftir að hafa haft öll tækifæri til þess áður. Og að hugsa sér að íslenskum fjölmiðlum standi gjörsamlega á sama! Það er greinilegt að merkasti fjölmiðlamaður allra tíma stendur íslenskum fjölmiðlum fjær en typpið á Russel Crowe.

Fyrir þau ykkar sem ekki til þekkja var Hunter S. Thompson blaðamaður sem einna þekktastur var fyrir óhóflega fíkniefnaneyslu og bækur sínar Fear and Loathing in Las Vegas (sem gerð var fræg kvikmynd eftir) og Hell’s Angels, auk greinasafnanna The Gonzo Papers.

110899692794818318

Seint verður sagt að mitt helsta áhugamál sé að mæta svefnlaus í skólann klukkan átta til að hlusta á Margréti Haraldsdóttur fara með dylgjum um megindlega aðferðafræði. Mér tókst þó að troða inn góðu besserwissi um John Locke og Tabula rasa.

Í stjórnmálafræði fengum við Stefán Pálsson til kynningar sínum góðu samtökum og varla annað hægt að segja en vel hafi til tekist. Það er altént vonandi að erindið hafi hvatt einhverja til umhugsunar.

Ísland í bítið

Þegar klukkan varð sjö og vekjaraklukkan mín hringdi án þess að mér hefði komið dúr á auga sagði ég við sjálfan mig að ekki væri öll nótt úti enn og ýtti á snústakkann. Fimm mínútum seinna hringdi síminn aftur og ég gafst upp og tók að horfa á Ísland í bítið. Þar var talað um að Ísland ætti tvo fulltrúa í listskautum fyrir næstu „special olympics“. Og hvað haldið þið að þau hafi sagt næst? Jú, að næsti gestur þeirra væri málfarsráðunautur! AAAHH!!!