Listafjelagið

Mér skilst að mótframbjóðendur okkar ætli að bjóða upp á gos. GOS! Þetta er listafélag, ekki nammibar! Hvernig á maður að nenna að taka þátt í svona skrípaleik? Jæa, sem betur fer vega málefnin alltaf þyngra en sælgæti, not! Fokkíng sirkus.
Viðbrögð okkar við þessu síður en svo óvænta útspili eru í gerjun. Án efa munum við finna eitthvað merkilegt til að slá út kræsingar þeirra.
Jahá. Ef blogg um háskólapólitík er leiðinlegt, hvað er þá þetta?

The show must go on

grein eftir mig á Morgunpóstinum. Tek ekki við athugasemdum á þessum vettvangi, frekar en endranær.
Mæti í skólann í dag eftir þriggja daga fjarveru og mikla bloggleti. Nú er allt að fara á fullt í menntaskólapólitíkinni, svo það er eins gott að hrista hendur fram úr ermum þessa síðustu daga, þrátt fyrir að ég hafi enn ekki náð fullum bata. Fékk einmitt skondna hugmynd að auglýsingaskilti fyrir herferðina í gær sem felur í sér máltækið Ars longa, vita sceleris brevis. Híhí, líklegast munu fáir fatta þann húmor. Upplýsi raunar lesendur um að brandarinn tengist frægasta málverkaþjófnaði síðasta árs.
Hef verið að lesa Íslenzkan aðal í veikindum mínum. Lesturinn sækist vel, enda auðlesin, þrátt fyrir að vera mikið meistaraverk. Meðan á lestrinum hefur staðið hef ég drukkið óteljandi tebolla. Það fer vel saman, enda er te algjör snilld.
Þusi lokið.