Listafjelagið sækir í sig veðrið

Eins og ég var svartsýnn og þungur í gær er ég handviss um það í dag að við vinnum kosningarnar (hljómar eins og maníódepresjón, ég veit). Eftir að hafa gengið í fjölda bekkja í dag og séð viðbrögðin (og heyrt slúðrið) þá virðumst við vera á hinni gullnu braut. Nú gildir einungis að keyra þetta áfram, klára bekkjaröltið á morgun, flytja framboðsræðuna (sem hefur verið að gerjast í hausnum á mér í allan dag) og standa fyrir óvæntum gjörningi. Nú líður mér vel.