Ljóðelska

Það má svekkja sig á því að þurfa að lesa ógrynnin öll af blaðsíðum fyrir bókmenntasögupróf morgundagsins og vera fyrst byrjaður núna. Já, það má. Ég er hins vegar ekki þekktur fyrir að barma mér yfir slíku smáræði, a.m.k. ekki lengur. Ég læri ágætlega á næturna. Þá sem ég líka kvæði.
Önnur tilvitnun dagsins:
Nátt-tjöldin hrynja, himininn rökkvar,
húmskuggum sveipast foldarbrá.
Kvöldblærinn kyssir láð og lá.
Ljóða hrannir við bakkann dökkva.
En moldin, hún dottar í drifhvítum hjúpi
og dreymir um vor. –
Það haustar, og sólin er sigin að djúpi.
Haustnóttin breiðir höfgan væng
yfir háreisti’ og ys á strætum og torgum.
Það hljóðnar – og múgur með syndum og sorgum
sér sælir við rökkursins blökku sæng.
En himneska lífsstjarnan heldur hér vörð
í helgi og þögn
yfir bláloftsins skörum og húmsins hjörð.
-úr Nótt e. meistara Þórberg Þórðarson.

Metnaðarmál

Lög SMS, grein 9.1: „Listafélag skal skipuleggja og halda uppi listrænum hugsjónum meðlima SMS“.
Mér finnst eiginlega fyndið að við vorum ekki kosin, í ljósi þessa. Annars dauðlangar mig að verða skólaráðsfulltrúi. Nei, ég krefst þess að verða skólaráðsfulltrúi. Þarf bara að bíða eftir embættistöku nýs miðhóps. Ef Þorkell svo endurlífgar Málfundarfélagið eins og hann segist ætla að gera myndi mig langa til að taka þátt í því. Ég veit ekki betur en ég hafi rifist og skammast allan síðasta vetur (og hluta úr þessum) yfir vöntun þess. Senn líður svo að stofnun Menningarmálasviðs okkar Listafjelagsmanna.
Annars er þetta svalasta lagagreinin. Mig dauðlangar að vita hvaða snillingur samdi hana.
Tilvitnun dagsins:

Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
-úr Ferðalokum e. Jónas Hallgrímsson.