Andleysi enn á ný

Ég hef fundið mikla hugarfróun í að yrkja seinasta misseri og er nú haldinn djúpri og einstæðri þrá til að yrkja mér til sáluhjálpar í þunglyndisvaldandi verkefnabrjálæðinu. En þegar neyðin er stærst hefur andinn yfirgefið mig. Það eina sem situr eftir eru stikkorð. Og nú þegar ég hef ánetjast flóknari bragarháttum er of mikið fall í að falla aftur á atómkveðskap(*). Það er bara of mikið.

(*): Fall í að falla er ljótur munnsöfnuður. Hann fellur þó vel til lýsingar andleysi mínu.

Játningin

Ég verð að játa að mér finnst gaman á skautum. Ég var meira að segja orðinn nokkuð góður, nema ég kunni aldrei að stansa. Ég hef hins vegar ekki farið á skauta síðan þeir byggðu yfir skautasvellið í Laugardalnum. Hvers vegna? Fyrir mér fólst aðalsjarminn í að njóta útiverunnar. Skautarnir voru alltaf í öðru sæti. Hvers vegna skauta ég þá ekki á tjörninni? Slys gera ekki boð á undan sér og ég er haldinn sjúklegum ótta við að falla niðrum ísinn ofan í viðurstyggilegt vatnið. Já. Svona er ég nú bara.
Leiðinleg færsla?