Monthly Archives: apríl 2005

Nýr stalker eða gamall vinur? Slökkt á athugasemdum við Nýr stalker eða gamall vinur?

Í sumu er minni mitt gloppóttara en ósonlagið. Til að mynda er kona sem alltaf heilsar mér með nafni þegar hún sér mig, sem er raunar alltaf þegar ég er í vinnunni. Hún hefur tendens til að dúkka upp þegar síst skyldi, eins og síðast þegar hún hnippti í öxl mína og sagði „Hæ Arngrímur!“ […]

Snorra-Edda Slökkt á athugasemdum við Snorra-Edda

Ætli við bróðir minn séum þeir einu sem höfum húmor fyrir því að Heimdallur sjái jafnt nótt sem dag hundrað rasta? Mitt ófélagslynda sjálf Áðan barðist ég við að hringja í fólk upp á að setjast við Austurvöll og dreypa á bjór í sólinni. Ég hugsaði með sjálfum mér að ég gæti notið mín jafnvel […]

Doctor philosophiae Slökkt á athugasemdum við Doctor philosophiae

Við Skúli litum við á doktorsvörn Sverris áðan. Nú vitum við hvernig slíkt battarí gengur fyrir sig. Slík vitneskja getur komið metnaðarfullum námsmönnum að góðu haldi í framtíðinni. Alveg væri ég annars til í að upplifa doktorsvörn þar sem andmælt er ex-auditorio. Það væri töff. Annars voru minni átök en ég bjóst við. Ég sá […]

Undarlegt símtal Slökkt á athugasemdum við Undarlegt símtal

„Ég er með hugmyndir um sumarvinnu handa þér.“ Svo sagði Emil starfsmannastjóri í símanum fyrir hálfri mínútu. Ég hafði þegar sótt um sumarvinnu í Ikea og Emil vissi það vel. Símtalið var þess vegna undarlegt. Þýðir þetta stöðuhækkun? Hádegi mánudagsins ber svarið í skauti sér.

Bloggað um veginn Slökkt á athugasemdum við Bloggað um veginn

Ég er örendur á líkama og sál. Hvaðan kemur þessi þreyta? Mig langar til að skrifa, en ég hef ekkert að segja, svo ég dæli bara í ykkur Lao Tse-legu spakmæli: Allir óska sér þess einhvern tíma að líf þeirra taki gjörbreytingum og að allt verði eins og best væri á kosið. Þeir sömu missa […]

Kvikmyndir og höfuðföt Slökkt á athugasemdum við Kvikmyndir og höfuðföt

Ég var að koma af Shi mian mai fu á kvikmyndahátíð. Mjög góð mynd, betri en Hero, en slær þó Crouching Tiger ekki við. Þá hef ég séð tvær myndir á hátíðinni, hin verandi Der Untergang, sem var alveg frábær. Ég er að hugsa um að skella mér á nokkrar í viðbót áður en hátíð […]

Hattur Slökkt á athugasemdum við Hattur

Ég er að hugsa um að kaupa mér svona. Hann er talsvert barðaminni en gamli hatturinn minn, sem er ótvíræður kostur, og kostar 90 dollara. Það er á við hatta hérlendis, nema þessi er vandaðri en flest sem hér fæst. Ef fjöðrin fylgir með verður hún fjarlægð.

Erzhählen Sie von Ihnen Mutter. Slökkt á athugasemdum við Erzhählen Sie von Ihnen Mutter.

Ef einhver vill iðka þann gamla sið að gefa mér sumargjöf, þá skal það vera þetta. Er til meiri snilld? Hattar virðast vera að komast aftur í tísku. Það veit aðeins á gott. Svo þarf aðeins að leyfa götulistamönnum að iðka listir sínar í miðbænum fyrir pening og La Belle Epoche Íslands verður að veruleika. […]

Hljóðrita málhelti? Slökkt á athugasemdum við Hljóðrita málhelti?

Það eru ekki til sérstök hljóðtákn fyrir málhelti, einfaldlega vegna þess að hljóðfræði er ætlað að sýna hvernig hljóð hafa áhrif á merkingu tungumálsins og réttan framburð (að sjálfsögðu miðað við viðeigandi mállýskur, enda ekkert rétt eða rangt í þeim efnum – aðeins eldra og yngra. Þess vegna er það rangt hjá Bibba, að norðlenskan […]

Leiðrétting Slökkt á athugasemdum við Leiðrétting

Ég þarf ekki að taka próf í stjórnmálafræði. Ég er búinn í skólanum.