Bloggið um veðrið og daginn

Magnað alveg hreint að í morgun var snjókoma og fimbulrok en nú er semi-Fensterwetter. Já, þetta var nú ansi ómerkilegt blogg. Þessi dagur orkar raunar allur á mig eins og hann verði ómerkilegasti dagur ævi minnar. Og maður með fyrirframhugmyndir um hvernig dagurinn verður getur ekki vænst annars en að allt gangi eftir; hugmyndir hans gera daginn. Þess vegna hef ég áreiðanlega rétt fyrir mér og dagurinn verður áreiðanlega ómerkilegur. Kannski verður hann m.a.s. mjög ómerkilegur, sem er næsta stig fyrir ofan, en ég ætla ekki að hrapa að neinum ályktunum.
———————–
Ég nenni ekki að skrifa fyrirlestur um kommúnistaflokkinn. Ég bara nenni því ekki.
———————–
Orðatiltæki dagsins:
Að láta e-ð í veðri vaka.