Monthly Archives: maí 2005

Tvenns konar mælskulist Slökkt á athugasemdum við Tvenns konar mælskulist

Það er blóðugt að horfa upp á Steingrím J. hakka í sig aðstoðarmann forsætisráðherra aðeins degi eftir að Ólafur Teitur brytjaði Sigurjón M. Egils í spað í Íslandinu. Munurinn er að hjá Steingrími J. var málflutningurinn pjúra röksemdarfærsla, byggð á staðreyndum. Hjá Ólafi Teiti var það öðru fremur yfirvegun og tækni, meðan fréttastjórinn barmaði sér […]

Ljóð dagsins Slökkt á athugasemdum við Ljóð dagsins

Af því enginn gat svarað því hver orti ljóð gærdagsins birti ég annað ljóð eftir sama skáld. Takið eftir því hvað hann hittir naglann á höfuðið: Dagblöðin Úr blöðunum hjómast ei hugsun til neins, mig hryllir við þvílíku sargi, því málið og stíllinn og efnið er eins: svo andlega meinþýfður kargi. Nú ætti hringurinn að […]

Lífsgátan Slökkt á athugasemdum við Lífsgátan

Þorgrímur Þráinsson bullar í Blaðinu (sem er nota bene ömurlegt blað) í dag. Þar segir hann að grísku goðin hafi falið leyndardóm lífsins í hjartanu, eftir að hafa skeggrætt um að fela hann uppi á hæsta fjallinu eða í dýpsta djúpálnum. Þetta hef ég aldrei heyrt áður. Þó er ég þónokkuð kunnugur hvers konar goðafræði, […]

Dr. Gunni er fyndinn Slökkt á athugasemdum við Dr. Gunni er fyndinn

Fyrir tilviljun rakst ég á gamla bloggfærslu hjá dr. Gunna. Þessi mynd fylgir færslunni: „Húrra! Stefán Einar, 19 ára, er framtíðarhetja „frjálslyndra“ Sjálfsstæðismanna. Hann er með ilmandi hressa heimasíðu og aðdáendamynd af Bjössa Bjarna og allt. Á mínu kommúníska æskuheimili voru svona gaurar kallaðir „smjörkúkar“ og mikið gaman hent að slíkum. Í þá daga fylgdu […]

Ljóð dagsins Slökkt á athugasemdum við Ljóð dagsins

Uppörvun Lát óskelfdur heimsku hof háðs í eldi brenna – miskunn veldu og manndáð lof, meðan veldur penna. Lát óm þinna hljómfalla opna þér dyr í íslenzku kotin, og hritt því, að málið, sem hugdirfði fyrr, sé herlúður brotinn. Ég skil það, að hann geri heiminum gagn, sem huggar, en letur – en skáldsins í […]

Stjórnarskrá ESB Slökkt á athugasemdum við Stjórnarskrá ESB

Nú kjósa frakkar um stjórnarskrá ‘Sambandsins (takið eftir hvað þessi ritháttur samræmist betur virðingu hinna yngri og vandlátari kjósenda). Það sem helst vekur athygli við fréttina, fyrir utan það að Chirac kemur fram við kjósendur eins og börn, að því er virðist, er það sem stendur undir myndinni: „Þrjár kjörvélar sem prófaðar verða í atkvæðagreiðslunni […]

Lesendabréf Slökkt á athugasemdum við Lesendabréf

Ég var að lesa dagbók þína á Netinu. Ég kannast ekki við að hafa verið ókurteis við neinn í IKEA. Ég er auðvitað stundum að flýta mér, eins og allir eru, en ég hef engan áhuga á því að vera dónalegur við einn eða neinn. Ef ég hef verið það, þá hefur það verið óviljandi. […]

Notkun eyrnapinna undir stýri Slökkt á athugasemdum við Notkun eyrnapinna undir stýri

Nú hef ég séð allt. Ég sofnaði strax eftir að hafa bloggað í gær og var ég þá nýkominn úr vinnunni. Svo dreymdi mig að ég væri í vinnunni. Svo vaknaði ég klukkan sjö. Þá voru fimm tímar í að ég átti að mæta í vinnuna. Það minnir mig á setningu úr myndinni Waking Life: […]

Öðruvísi mér áður brá Slökkt á athugasemdum við Öðruvísi mér áður brá

Þegar ég var búinn að ganga frá öllu í deildinni eftir lokun fór ég sem vant er og hafði fataskipti. Á leiðinni út kastaði ég kveðju á über-by-the-book öryggisvörðinn okkar og fékk vægast sagt ófyrirsjáanleg viðbrögð. Ég hefði búist við því að hann segði eitthvað á þessa leið: „Samkvæmt reglugerð 3A, kapítula 7, grein 7.38 […]

Die Selbstehenpartei Slökkt á athugasemdum við Die Selbstehenpartei

Það má alltaf treysta á hæversku sjálfstæðismanna. Í Kastljósinu er borgarkandídat, sem í fjórgang hefur sagst hafa mikla reynslu, þekkingu og vilja til að starfa í borginni, að tala um 30 ára áætlun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Mætti kalla það „stóra stökkið“? En fyrst er að sjá hvort þeir ná kjöri. Svo er að sjá hvort […]