Flyðran sú arna

Meðferð Gísla Marteins á viðmælendum sínum mætti líkja við kynferðislega misnotkun. Það væri ánægjulegt ef einhver gestur Gísla Marteins gjaldaði honum líku líkt. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur?

Gestur: [segir lélegan brandara]
Gísli Marteinn: Fliss fliss fliss!
Gestur: Gísli, nú ert þú besta og mesta rassasleikja Íslands …
Gísli Marteinn: [hissa] Ha, nei nei.
Gestur: Jú, víst [brosir sem vangefinn sé]. Enginn sleikir jafn djúpt eða mikið og þú.
Gísli Marteinn: …
Gestur: Má ég stinga tungunni upp í eyrað á þér?

En Gísli er víst hættur, svo þetta verður tæpast að veruleika. Það er samt smávægileg fórn fyrir að átakið „Gíslalaust sjónvarp árið 2006“ megi ganga eftir.

Talandi um Gísla Martein Baldursson, þá má vel vísa í þessa stórmerku síðu.

Kaffimeistarinn

Ég fór hamförum inni á kaffistofu í dag. Þannig er mál með vexti að ég drekk kaffi, eins og allir góðir menn, þ.e. nema þeir slæmu, m.ö.o. frakkar og nútímalistamenn. Í þeim tilgangi að svala fíkn minni í þann svarta líknarvökva seildist ég í bolla uppi á hillu og nálgaðist kaffikönnuna, með bjarta von í hjarta. Aðeins var nóg kaffi í könnunni til að fylla bollann minn til hálfs svo ég gekk að kaffivélinni, sem er apparat dauðans og framleiðir vont kaffi. Lagði ég bollann undir þartilgerðan stút og þrýsti á hnappinn merktan „Kaffi – ýtið“.

Til að stöðva flauminn þarf að þrýsta aftur, en hann stöðvast ekki fyrr en sléttri einni og hálfri sekúndu eftir að þrýst er. Allt fór í handaskolum og kaffið sullaðist út um allt.

Þegar ég hafði þurrkað eftir mig rak ég augun í svonefnt „bragðsíróp, fyrir kaffi“. Ég ákvað að prófa og fékk mér Irish Cream síróp. Það var viðbjóður. Þegar ég hafði pínt mig gegnum hálfan bolla af „bragðbættu“ návatninu flýtti ég mér hröðum skrefum að kaffivél dauðans og lagði bollann undir stútinn, andaði djúpt og þrýsti á hnappinn. Kaffið vall út og ég þrýsti fljótt aftur á hnappinn. En einhverra hluta vegna hélt ég að ég hefði ekki þrýst nógu vel á hann og þrýsti aftur.

Lesendur mega giska á hvað gerðist og hversu slæmt það var.

Sögnin að þrýsta kemur sjö sinnum fyrir í ýmsum myndum í þessari færslu.

Hvað annað snertir afgreiddi ég nafntogaðan matreiðslumeistara á kassa í gær. Hann var kurteisin uppmáluð. Í dag inni í deild fékk ég að heyra að sami matreiðslumeistari hafi orðið dýrvitlaus (e. gone apeshit) og krafist þess að fá að kaupa vöru sem ekki var til sölu og staðið á orginu allt þar til hann fékk það sem hann vildi (mér finnst hann hefði ekki átt að fá þetta). Það er alltaf gaman að heyra nokkrar hliðar á sömu sögu.

Lífsspekipróf

Jæa, netpróf sem ég fann hjá Vésteini. Ég er kannski ekki sammála því að ég sé spírítískur, en ég hugsa vissulega út fyrir hinn „efnislega ramma“. Margt er til í þessum heimi sem ekki er úr efni, t.d. sjálf hugsunin.

Svo þarf ég að gera upp við mig hvort það er Dalai Lama eða Stephan G. fyrir svefninn. Ég hallast að Dalai. Nóg fékk ég af andvökum seinustu nótt. Ég sofnaði ekki fyrr en klukkan að ganga níu um morgun.

You scored as Cultural Creative. Cultural Creatives are probably the newest group to enter this realm. You are a modern thinker who tends to shy away from organized religion but still feels as if there is something greater than ourselves. You are very spiritual, even if you are not religious. Life has a meaning outside of the rational.

Cultural Creative

88%

Postmodernist

75%

Romanticist

63%

Existentialist

50%

Modernist

50%

Materialist

44%

Idealist

44%

Fundamentalist

19%

What is Your World View?
created with QuizFarm.com