Dr. Gunni er fyndinn

Fyrir tilviljun rakst ég á gamla bloggfærslu hjá dr. Gunna. Þessi mynd fylgir færslunni:

„Húrra!
Stefán Einar, 19 ára, er framtíðarhetja „frjálslyndra“ Sjálfsstæðismanna. Hann er með ilmandi hressa heimasíðu og aðdáendamynd af Bjössa Bjarna og allt. Á mínu kommúníska æskuheimili voru svona gaurar kallaðir „smjörkúkar“ og mikið gaman hent að slíkum. Í þá daga fylgdu hornspangargleraugu lúkkinu. Það er frábært að þessi dýrategund er ekki útdauð, því ég hélt að eina eftirlifandi skepnan af tegundunni væri Birgir Ármannsson (held ég að hann heitir), annar slaufu-smjörkúkur sem er í einhverjum banka eða eitthvað. Lögfræðingur kannski. Kannski geta hann og Stefán fjölgað sér svo Smjörkúkarnir deyi ekki út?“
-2002.

Þetta er hvorttveggja fyndið og satt. Hvers vegna skyldi Mörður ekki hafa fært hugtakið „smjörkúkur“ inn í eddu sína? Kannski ég hringi og spyrji hann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *