Hinstu orð

Þá er langamma blessunin víst dáin, hundrað og eins árs. Jarðarförin verður eftir viku, svo ég verð ekki í bænum næstu helgi. Það er alltaf gott að losna úr bænum. Það er hins vegar ekki jafn gott að tilefnið er þó ekki skemmtilegra. Þessi ætt mín virðist aldrei vilja hittast fyrir skemmtilegri tilefni. En maður velur víst ekki tilefnin.

Ég var mjög hrifinn af langömmu minni þegar ég var lítill, og amma lét mig hringja reglulega í hana, svo hún gæti verið í sambandi við barnabarnabörnin. Eftir því sem árin liðu misstum við allt samband. Ég hitti hana síðast fyrir þremur árum, nærri upp á dag, og ég man vel þegar ég kvaddi hana. Ég stórefaði þá, að ég myndi nokkurn tíma hitta hana aftur.

Ég get ekki sagt að tíðindin hafi vakið upp neina undrun, er ég heyrði þau í dag. Þetta verið yfirvofandi nú um nokkurt skeið. Ég vona bara að hún hafi ekki þjáðst meðan á því stóð.

Megi hún hvíla í friði.