Fávitar og flugvellir

Sextán ára unglingar réðust á mann með hafnaboltakylfu í fyrrakvöld og börðu hann í spað. Skiptir það máli að maðurinn er Steingrímur Njálsson? Nei. Hann hefur setið inni fyrir sína glæpi, og þótt skaðinn sem hann olli verði aldrei bættur, réttlætir það ekki ofsóknir. Samkvæmt lögum hefur hann endurgoldið samfélaginu skuldir sínar og er fullgildur þjóðfélagsþegn. Þar að auki er aldrei réttlætanlegt að taka lögin í eigin hendur.
Aðspurðir sögðu unglingarnir að árásarmaðurinn hafi verið að uppfylla gamlan draum. Ó, að vera ungur og heimskur!

Í öðrum fréttum sótti ég móður mína og bróður á flugvöllinn áðan. Þeir eru farnir að rukka hundrað króna aðgangseyri að bílastæðunum komumegin, og það er aðeins hægt að greiða með kreditkorti. Hvurslags vitleysa er þetta? Hvers vegna þarf ég að eiga kreditkort til að geta sótt manneskju á flugvöllinn?