Umbótastarfsemi R-listans

Stjórn Íslensku óperunnar hyggst beita sér fyrir byggingu óperuhúss í Kópavoginum. Ætlaði sama stjórn ekki að beita sér fyrir að tónleikahús risi í Reykjavíkurhöfn? Hvað varð um þær áformanir? Þær hafa kannski drukknað í loforðalista R-listans, sem hvað ofan í annað lofar menningarumbótum, sem hvergi krælir á. En svo ég höggvi á báða bóga, má segja að ef það er þannig sem stjórn Íslensku óperunnar berst fyrir málum sínum, sem raun hefur orðið í Reykjavík, muni hvergi rísa óperuhús hér á landi næstu öldina.

Það sem eftir stendur er að með hjálp R-listans er Gunnar Birgisson að beina fólksstraumi og menningarstarfsemi yfir í Kópavoginn, vegna þess að Reykjavíkurborg er of þver til skilnings. Já, miklar eru menningarumbætur Rúnklistans. Svo miklar raunar að ég yrði ekki hissa þótt Reykjavík hreppti hnossið í keppninni um mesta lágmenningarhallærisplan veraldar.

Senn nær íhaldið borginni

„Nú er í gangi skoðanakönnun – eða nýbúin – sem framkvæmd er af Gallup þar sem spurt er um hverja menn vilji sjá leiða lista Sjálfstæðismanna … Gísli þarf að taka ákvörðun og tilkynna hana áður en könnunin kemur. Í fyrsta lagi virkar það aldrei vel þegar stjórnmálamenn láta reka fyrir vindum skoðanakannana. Honum verður þá brigslað um kjarkleysi og tækifærismennsku af jafnt andstæðingum sem eigin flokksmönnum“.

Svo fleygði Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður hentistefnuflokks Samtíningar, steini úr glerhúsi sínu. Aðeins degi eftir að hann lýsti yfir að R-listinn gæti samanstaðið af Samtíningu og óháðum. Er það markmið þessa manns að ganga af R-listanum dauðum?

Þetta tengist spoiler á Harry Potter bókinni

Það hefur vitanlega ekki farið framhjá mörgum að ein persóna deyr í nýjustu Harry Potter bókinni. Þökk sé Ármanni komst ég að því hérna hver það er (og var raunar alveg sama). Þeim ykkar sem einnig er alveg sama þá bendi ég á þessa stórskemmtilegu umræðu, þar sem skrifað er um dauða persónunnar í stíl ýmissa íslenskra rithöfunda. Skemmtilegast þótti mér Laxness og Íslendingasagnastíllinn. Að ógleymdum Þórbergi.

112187072071378598

Ekki skil ég hvers vegna fólk vill láta börnin sín heita Christopher eða Christofer, þegar Kristófer er þegar til. Þaðan af síður skil ég hvers vegna Mannanafnanefnd samþykkir svona obskúra rithætti. Enn undarlegra þykir mér Danielsnafnið. Er Daníel ekki nógu gott?

Mannanafnanefnd telur nægan rökstuðning til heimildar vera að einhvern tíma hafi verið til íslenskir ríkisborgarar sem hétu þessum nöfnum. En það hlýtur að vera vegna þjóðernis. Voru þessir menn ekki danskir eða af dönskum ættum? Ætti Mannanafnanefnd þá ekki að heimila nöfnin Robert og Fischer (Róbert er þegar til, en kann að vera að það nægi ekki öllum)? Ef Omar (Ómar) Sharif flyttist hingað til lands, ætti þá að kalla nöfnin íslensk og heimila þau til nafngiftar? Það er nú það. En hitt er svo annað, að Tristan Alexander Fischer Sharif yrði líkast til nýjasta tískunafnið.

Það er alltaf gaman að fara í bankann, sötra kaffi og fylgjast með ankannalega stráknum á þjónustuborðinu reyna að svara öllum símhringingum sem heyrast í húsinu, meðan maður bíður eftir afgreiðslu. Á stefnuskrá hjá mér núna er að eiga villtan ágúst og eyða vetrinum í þjáningarfullar afborganir, meðan ég læt minnka yfirdráttinn kerfisbundið. Ég get því sagt að ég hlakki meira til mánaðamóta en til jóla. Það er nú raunar ekkert nýtt. Og yfirleitt eru verstu mánaðamót ársins milli nóvember og desember, einhverra hluta vegna.