Mín árlegu veikindi

Ég hef haft hálsbólgú (ákvað að leyfa þessari villu að standa) síðan ég kom heim úr sumarreisunni og hóstaköstin eru sem endranær að gera mig geggjaðan. Ekki hefur hóstinn heldur sjatnað, þvert á móti hefur hann aðeins versnað og nú er svo komið að stundum þarf ég að hósta svo mikið að ég einfaldlega kúgast af hósta. Aðeins tímaspursmál hvenær maginn fylgir kúguninni eftir.

Svo spurði mamma mig áðan hvort mig vantaði nokkuð úr apótekinu. Það var þó hugmynd. Ótrúlegt hvað maður getur haft litla rænu á að bjarga sér um svona smáhluti fyrr en einhver minnist á það. En nú sit ég semsagt vel birgður af Strepsils og Norskum brjóstdropum. Það voru hrein mistök að gleyma að biðja apótekaralakkrís í leiðinni. En það eru mistök sem ég og enginn annar þarf að lifa með.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *